Viðskipti innlent

Hafa haldið 21 útboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankastjóri Bankinn hefur haldið gjaldeyrisútboð sem lið í afnámi hafta.
Seðlabankastjóri Bankinn hefur haldið gjaldeyrisútboð sem lið í afnámi hafta. fréttablaðið/daníel
Fjárfestar hafa fært 1.049 milljónir evra inn í landið eftir fjárfestingarleiðinni, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Það samsvarar 206 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta útboðið samkvæmt fjárfestingarleiðinni var haldið í febrúar 2012 og haldið hefur verið 21 útboð í tengslum við það.

Hinn 9. desember 2014 bauðst Seðlabankinn til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur samkvæmt fjárfestingaleiðinni. Jafnframt kallaði Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vildu selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Þegar útboðin voru auglýst var jafnframt vakin athygli á því að um síðasta útboðið, þar sem boðið yrði upp á fjárfestingaleið samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, væri að ræða.

Í útboðinu í gær bárust Seðlabankanum 130 tilboð um kaup á evrum að fjárhæð 62,4 milljónir evra. Bankinn ákvað að taka tilboðum fyrir samtals 60,7 milljónir evra.

Þá barst bankanum 81 tilboð um kaup á krónum fyrir evrur. Heildarupphæð tilboða nam 57,9 milljörðum krónum en tilboðum að fjárhæð 11,8 milljarðar var tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×