Hryðjuverk og mennska Derya Ösdilek og Ersan Kouyuncu skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Á liðnum vikum hefur heimsbyggðin horft upp á hryðjuverk í ólíkum heimshornum, auk árásarinnar á Charlie Hebdo, sem hver heilvita manneskja fordæmir. Í kjölfarið er sjónum á ný beint að hinum íslamska heimi og eðlilega eru Vesturlönd uggandi um öryggi sitt. Það öryggi og sá stöðugleiki sem náðst hefur á Vesturlöndum er árangurinn af löngu og erfiðu ferli og er því miður ekki að til að dreifa í þeim löndum sem stöðugt glíma við afleiðingar átaka. Sú bylting sem tækniframfarir á sviði samgangna og samskiptamiðla er hefur gert heiminn að alheimsþorpi og því eru átök og aðstæður fólks nær okkur en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir langar vegalengdir. Af þeim sökum er þess krafist að einstaklingar og stjórnvöld leggist á eitt við að skapa og styðja við menningu sem gerir okkur kleift að búa saman í sátt og virðingu. Hryðjuverk, hvar sem þau eru framin, krefjast þess að mannkynið allt taki höndum saman um að sporna gegn þeim. Sem manneskjur þurfum við að sameinast um gildi sem hafna aðferðum hryðjuverkamanna. Í trúarbrögðum Abrahams, jafnt sem hinum stóru siðferðilegu kenningum og heimspekiskólum, er að finna næg rök til að standa vörð um mannréttindi og mannhelgi. Því ættum við sem manneskjur öll að geta staðið saman andspænis vá hryðjuverka og sameinast í samtali sem grundvallast á umburðarlyndi og virðingu. Í því samhengi er mikilvægt að nefna að Íslam er í dag órofa hluti evrópskrar menningar. Í kjölfar þess að afar okkar og ömmur fluttu til Evrópu erum við sem þetta ritum múslimar sem eru fæddir og uppaldir í Evrópu. Eins og við erum hluti af Vesturlöndum eru Vesturlöndin hluti af okkur. Við erum ekki einungis evrópskir múslimar, heldur samsömum við okkur gildum mannréttinda og viljum standa vörð um lýðræði, borgaralegar skyldur, fjölmenningarlegt samtal og virðingu fyrir landslögum.Þeirra eigin vanskapnaður Að því sögðu getum við fullyrt að hver sú ógn sem birtist gegn þeirri lýðræðishefð er ógn við það samfélag sem við tilheyrum og erum hluti af. Sú staðreynd að tvö fórnarlamba árásarinnar á Charlie Hebdo voru múslimar og að það var múslimi sem bjargaði lífi 12 manns í hildarleiknum undirstrikar það. Það sýnir jafnframt að hryðjuverk virða ekki mörk trúarbragða, hugmyndafræði eða þjóðernis þótt framin séu í þeirra nafni. Íslam hefur aldrei samþykkt hryðjuverk sem löggilda aðferð. Þvert á móti segir í okkar helgu bók að það að myrða saklausa manneskju jafngildi því að myrða mennskuna sjálfa. Í Íslam er mannhelgi og virðing fyrir lífinu á meðal grunngilda. Enginn einstaklingur má taka sér það vald að útdeila öðrum refsingu með eigin hendi, hvort sem viðkomandi er sekur eða saklaus. Frá þessum sjónarhóli er með engum hætti hægt að samþykkja hryðjuverk á grundvelli Íslams. Hugmyndafræði hryðjuverkamanna er þeirra eigin vanskapnaður og byggir á ómanneskjulegum ásetningi. Réttur manneskjunnar til lífs er og skyldi ávallt vera heilagur og það hefur enginn leyfi til að svipta annan þeim rétti. Við viljum loks vitna í kennslu hins tyrkneska fræðimanns Fethullah Gülen: „Múslimi getur ekki verið hryðjuverkamaður og hryðjaverkamaður getur ekki verið múslimi”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur heimsbyggðin horft upp á hryðjuverk í ólíkum heimshornum, auk árásarinnar á Charlie Hebdo, sem hver heilvita manneskja fordæmir. Í kjölfarið er sjónum á ný beint að hinum íslamska heimi og eðlilega eru Vesturlönd uggandi um öryggi sitt. Það öryggi og sá stöðugleiki sem náðst hefur á Vesturlöndum er árangurinn af löngu og erfiðu ferli og er því miður ekki að til að dreifa í þeim löndum sem stöðugt glíma við afleiðingar átaka. Sú bylting sem tækniframfarir á sviði samgangna og samskiptamiðla er hefur gert heiminn að alheimsþorpi og því eru átök og aðstæður fólks nær okkur en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir langar vegalengdir. Af þeim sökum er þess krafist að einstaklingar og stjórnvöld leggist á eitt við að skapa og styðja við menningu sem gerir okkur kleift að búa saman í sátt og virðingu. Hryðjuverk, hvar sem þau eru framin, krefjast þess að mannkynið allt taki höndum saman um að sporna gegn þeim. Sem manneskjur þurfum við að sameinast um gildi sem hafna aðferðum hryðjuverkamanna. Í trúarbrögðum Abrahams, jafnt sem hinum stóru siðferðilegu kenningum og heimspekiskólum, er að finna næg rök til að standa vörð um mannréttindi og mannhelgi. Því ættum við sem manneskjur öll að geta staðið saman andspænis vá hryðjuverka og sameinast í samtali sem grundvallast á umburðarlyndi og virðingu. Í því samhengi er mikilvægt að nefna að Íslam er í dag órofa hluti evrópskrar menningar. Í kjölfar þess að afar okkar og ömmur fluttu til Evrópu erum við sem þetta ritum múslimar sem eru fæddir og uppaldir í Evrópu. Eins og við erum hluti af Vesturlöndum eru Vesturlöndin hluti af okkur. Við erum ekki einungis evrópskir múslimar, heldur samsömum við okkur gildum mannréttinda og viljum standa vörð um lýðræði, borgaralegar skyldur, fjölmenningarlegt samtal og virðingu fyrir landslögum.Þeirra eigin vanskapnaður Að því sögðu getum við fullyrt að hver sú ógn sem birtist gegn þeirri lýðræðishefð er ógn við það samfélag sem við tilheyrum og erum hluti af. Sú staðreynd að tvö fórnarlamba árásarinnar á Charlie Hebdo voru múslimar og að það var múslimi sem bjargaði lífi 12 manns í hildarleiknum undirstrikar það. Það sýnir jafnframt að hryðjuverk virða ekki mörk trúarbragða, hugmyndafræði eða þjóðernis þótt framin séu í þeirra nafni. Íslam hefur aldrei samþykkt hryðjuverk sem löggilda aðferð. Þvert á móti segir í okkar helgu bók að það að myrða saklausa manneskju jafngildi því að myrða mennskuna sjálfa. Í Íslam er mannhelgi og virðing fyrir lífinu á meðal grunngilda. Enginn einstaklingur má taka sér það vald að útdeila öðrum refsingu með eigin hendi, hvort sem viðkomandi er sekur eða saklaus. Frá þessum sjónarhóli er með engum hætti hægt að samþykkja hryðjuverk á grundvelli Íslams. Hugmyndafræði hryðjuverkamanna er þeirra eigin vanskapnaður og byggir á ómanneskjulegum ásetningi. Réttur manneskjunnar til lífs er og skyldi ávallt vera heilagur og það hefur enginn leyfi til að svipta annan þeim rétti. Við viljum loks vitna í kennslu hins tyrkneska fræðimanns Fethullah Gülen: „Múslimi getur ekki verið hryðjuverkamaður og hryðjaverkamaður getur ekki verið múslimi”.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun