Hafnfirðingar krefjast úrbóta í samgöngumálum Ó. Ingi Tómasson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Í umræðunni um rammaáætlun er talað um verndar-, bið- og nýtingarflokka. Þegar vegaætlun er rædd mætti ef til vill setja vegi landsins í bið- og framkvæmdaflokka. Þá má segja að höfuðborgarsvæðið og þá sér í lagi Hafnarfjörður sé í biðflokki vegaáætlunar og hafi verið þar mjög lengi. Það sem lendir í framkvæmdaflokki eru vegir og jarðgöng þar sem ákveðnustu og háværustu þingmennirnir búa. Það lítur þannig út fyrir mér að þegar kemur að vegaáætlun þá berjast þingmenn landsbyggðarinnar fyrir fé í sitt kjördæmi en þingmenn höfuðborgarsvæðisins kjósa að sitja hjá. Þetta er það sem gjarnan er nefnd landsbyggðarpólitík.Hverfum haldið í gíslingu Síðustu stórframkvæmdir í vegamálum í Hafnarfirði voru í kringum árið 2002 þegar Reykjanesbraut var færð austur fyrir kirkjugarðinn (um 2-3 km). Frá þeim tíma hefur farþegum sem fara í gegnum Leifsstöð fjölgað gríðarlega og eru nú rúmlega tvær milljónir á ári og aka þeir flestir í gegnum Hafnarfjörð. Íbúar bæjarins eru ríflega 27.000 eða um 8% þjóðarinnar, fjármagn til vegamála er í engu samræmi við íbúafjöldann og niðurstaðan er að íbúar eiga í miklum vandræðum með að komast út úr hverfunum, hægt hefur verulega á uppbyggingu iðnaðar og þjónustu þar sem aðgengi að fyrirtækjum er algjörlega óásættanlegt. Niðurstaða þess fyrir Hafnarfjörð að vera í biðflokki vegaáætlunar svo árum og áratugum skiptir er að íbúum og fyrirtækjum er haldið í gíslingu inni í hverfunum.Jafnræðis gætt Krafa okkar Hafnfirðinga er sú að jafnræðis sé gætt í úthlutun fjármagns til vegamála. Ég hef skilning á að stundum þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að leysa bráðan vanda en ég á bágt með að trúa því að slík tilvik séu að mestu bundin við landsbyggðina. Það er krafa okkar Hafnfirðinga að samgöngumál í og við Hafnarfjörð verði sett í forgang. Dæmi um framkvæmdir og samgöngubætur sem lofað hefur verið er Reykjanesbraut frá kirkjugarði suður fyrir Straum, Krísuvíkurvegur með mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut, ofanbyggðavegur og lausn á vanda þeirra sem þurfa að komast út úr Setbergshverfinu svo eitthvað sé nefnt. Að lokum geri ég þá kröfu til þingmanna kjördæmisins að þeir stundi landsbyggðarpólitík þegar kemur að úthlutun fjármuna til vegaframkvæmda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um rammaáætlun er talað um verndar-, bið- og nýtingarflokka. Þegar vegaætlun er rædd mætti ef til vill setja vegi landsins í bið- og framkvæmdaflokka. Þá má segja að höfuðborgarsvæðið og þá sér í lagi Hafnarfjörður sé í biðflokki vegaáætlunar og hafi verið þar mjög lengi. Það sem lendir í framkvæmdaflokki eru vegir og jarðgöng þar sem ákveðnustu og háværustu þingmennirnir búa. Það lítur þannig út fyrir mér að þegar kemur að vegaáætlun þá berjast þingmenn landsbyggðarinnar fyrir fé í sitt kjördæmi en þingmenn höfuðborgarsvæðisins kjósa að sitja hjá. Þetta er það sem gjarnan er nefnd landsbyggðarpólitík.Hverfum haldið í gíslingu Síðustu stórframkvæmdir í vegamálum í Hafnarfirði voru í kringum árið 2002 þegar Reykjanesbraut var færð austur fyrir kirkjugarðinn (um 2-3 km). Frá þeim tíma hefur farþegum sem fara í gegnum Leifsstöð fjölgað gríðarlega og eru nú rúmlega tvær milljónir á ári og aka þeir flestir í gegnum Hafnarfjörð. Íbúar bæjarins eru ríflega 27.000 eða um 8% þjóðarinnar, fjármagn til vegamála er í engu samræmi við íbúafjöldann og niðurstaðan er að íbúar eiga í miklum vandræðum með að komast út úr hverfunum, hægt hefur verulega á uppbyggingu iðnaðar og þjónustu þar sem aðgengi að fyrirtækjum er algjörlega óásættanlegt. Niðurstaða þess fyrir Hafnarfjörð að vera í biðflokki vegaáætlunar svo árum og áratugum skiptir er að íbúum og fyrirtækjum er haldið í gíslingu inni í hverfunum.Jafnræðis gætt Krafa okkar Hafnfirðinga er sú að jafnræðis sé gætt í úthlutun fjármagns til vegamála. Ég hef skilning á að stundum þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að leysa bráðan vanda en ég á bágt með að trúa því að slík tilvik séu að mestu bundin við landsbyggðina. Það er krafa okkar Hafnfirðinga að samgöngumál í og við Hafnarfjörð verði sett í forgang. Dæmi um framkvæmdir og samgöngubætur sem lofað hefur verið er Reykjanesbraut frá kirkjugarði suður fyrir Straum, Krísuvíkurvegur með mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut, ofanbyggðavegur og lausn á vanda þeirra sem þurfa að komast út úr Setbergshverfinu svo eitthvað sé nefnt. Að lokum geri ég þá kröfu til þingmanna kjördæmisins að þeir stundi landsbyggðarpólitík þegar kemur að úthlutun fjármuna til vegaframkvæmda.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar