Viðskipti innlent

Sjá um vátryggingar í þrjú ár

Fyrirtækið er eitt það umsvifamesta í sjávarútvegi á Íslandi.
Fyrirtækið er eitt það umsvifamesta í sjávarútvegi á Íslandi. Mynd/safn Samherji
Samherji hefur samið við Sjóvá um öll vátryggingaviðskipti fyrirtækisins og tengdra félaga á Íslandi til næstu þriggja ára. Samningurinn er gerður í framhaldi af flutningi trygginga Samherja og tengdra félaga til Sjóvár í ársbyrjun 2014.

„Samherji er eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem krefst sérhæfðrar tryggingaverndar. Samstarf til þriggja ára tryggir bestu þjónustu af hendi Sjóvár, sem rekur öflugt útibú á Akureyri þar sem Samherji er með höfuðstöðvar,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×