Föst með tvö ung börn í bílum 3. febrúar 2015 07:00 Ferðalangarnir sem festust á hálendinu aðfaranótt mánudags eru komnir heilir á húfi til byggða. Viðamikil björgunaraðgerð stóð yfir í gær á Norðurlandi en 22 björgunarsveitarmenn fóru upp á hálendið til að bjarga sjö íslenskum ferðalöngum, þar af tveimur börnum, sem voru þar fastir í tveimur jeppum. Þrjár björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum, Súlur, björgunarsveit Akureyrar, Hjálparsveitin Dalbjörg frá Eyjafjarðarsveit og Björgunarsveitin Þingey frá Aðaldal. Fólkið hafði ekki verið í símasambandi síðan klukkan tíu á sunnudagskvöld þegar það óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til aðstoðar um áttaleytið í gærmorgun sem var þá heilt á húfi, en það hafði þá hafst við í einum bílanna um nóttina. „Fólkið var nokkuð vel búið og gerði það rétta, að halda kyrru fyrir í bílnum,“ segir Skúli Árnason, formaður björgunarsveitarinnar Súlna, í samtali við Fréttablaðið. Fólkið var í jeppaferð og hafði komið úr Kerlingafjöllum og var á leið ofan í Bárðardal með viðkomu í Bárðarfelli. Er þessi leið töluvert algeng að sögn Skúla. „Einn bílanna bilaði og stoppuðu hinir bílarnir til þess að veita aðstoð en festust í kjölfarið. Þau festu sig á Dragleið sem er á milli Laugafells og Sprengisandsleiðar.“ Fólkið kom heilt á húfi til Akureyrar um níuleytið í gærkvöldi og fékk heita súpu. Skúli segir ferðalangana alla mjög þreytta og uppgefna, einnig björgunarsveitarmennina. „Þetta er búinn að vera mjög langur sólarhringur hjá þeim öllum.“ Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Viðamikil björgunaraðgerð stóð yfir í gær á Norðurlandi en 22 björgunarsveitarmenn fóru upp á hálendið til að bjarga sjö íslenskum ferðalöngum, þar af tveimur börnum, sem voru þar fastir í tveimur jeppum. Þrjár björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum, Súlur, björgunarsveit Akureyrar, Hjálparsveitin Dalbjörg frá Eyjafjarðarsveit og Björgunarsveitin Þingey frá Aðaldal. Fólkið hafði ekki verið í símasambandi síðan klukkan tíu á sunnudagskvöld þegar það óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til aðstoðar um áttaleytið í gærmorgun sem var þá heilt á húfi, en það hafði þá hafst við í einum bílanna um nóttina. „Fólkið var nokkuð vel búið og gerði það rétta, að halda kyrru fyrir í bílnum,“ segir Skúli Árnason, formaður björgunarsveitarinnar Súlna, í samtali við Fréttablaðið. Fólkið var í jeppaferð og hafði komið úr Kerlingafjöllum og var á leið ofan í Bárðardal með viðkomu í Bárðarfelli. Er þessi leið töluvert algeng að sögn Skúla. „Einn bílanna bilaði og stoppuðu hinir bílarnir til þess að veita aðstoð en festust í kjölfarið. Þau festu sig á Dragleið sem er á milli Laugafells og Sprengisandsleiðar.“ Fólkið kom heilt á húfi til Akureyrar um níuleytið í gærkvöldi og fékk heita súpu. Skúli segir ferðalangana alla mjög þreytta og uppgefna, einnig björgunarsveitarmennina. „Þetta er búinn að vera mjög langur sólarhringur hjá þeim öllum.“
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira