Innlent

Skilaði stöðuskýrslum og fékk 7,5 milljónir

garðar örn úlfarsson skrifar
Baldvin Jónsson hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í tuttugu ár.
Baldvin Jónsson hefur unnið að markaðssetningu lambakjöts í tuttugu ár. Fréttablaðið/Stefán
Greiðslur til Baldvins Jónssonar fyrir kynningu á íslenskum vörum í Bandaríkjunum voru teknar upp að nýju í utanríkisráðuneytinu eftir að Baldvin skilaði skýrslum um framvindu verksins.

Utanríkisráðuneytið borgar Baldvini samtals 36 milljónir fyrir markaðsstörf á þessu ári og í fyrra.

Baldvin fékk ekki umsamda 4,5 milljóna króna greiðslu í september. Ráðuneytið sagði Baldvin ekki hafa skilað inn tilskildum skýrslum um framvindu verkefnisins.

„Það er ágreiningur um það sem ég vil gera til þess að hlíta samningnum sjálfum,“ útskýrði hann í samtali við Fréttablaðið í október.

Baldvin skilaði inn tveimur skýrslum í nóvember og desember og fékk í kjölfarið septembergreiðsluna upp á 4,5 milljónir króna og þriggja milljóna króna desembergreiðslu.

„Að mati stjórnar voru þessi gögn fullnægjandi samkvæmt samningnum og grundvöllur til greiðslna sem getur um í samningi fyrir september og desember,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Að sögn Urðar tók stjórn verkefnisins ekki saman nein gögn um það sem Baldvin lagði fram.

Í annarri skýrslunni kveðst hann ætla að reyna til þrautar að ná mönnum saman um sameiginlega vinnu á sviði markaðsmála.

„Sem því miður er nánast ekki til staðar – jafn augljóst og það er að hagsmunir geta vel farið saman og sparað umtalsverða fjármuni en um leið aukið verðmætin,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×