Hvar á að vista fanga? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. janúar 2015 07:00 Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli!
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun