Af plánetum og spítalakostnaði Eymundur Sveinn Leifsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar