Af plánetum og spítalakostnaði Eymundur Sveinn Leifsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar