Af plánetum og spítalakostnaði Eymundur Sveinn Leifsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í geimnum er pláneta. Pláneta þessi ber nafnið Plútó og er hvorki meira né minna en 7.500 km að ummáli. Það, fyrir dauðlega menn, kann að virðast nokkuð stórt. En hafðu þig hægan, lagsmaður/lagskona, því í geimnum er nefnilega önnur pláneta. Sú heitir Jörðin og er um 40.000 km að ummáli. Jörðin er því rúmlega fimmfalt stærri en Plútó. Hér er þó ekki öll sagan sögð. Því í geimnum er einnig Sólin, sú er 4,4 milljónir km að ummáli sem gerir hana hundrað og tífalt stærri en Jörðina og næstum sexhundruðfalt stærri en Plútó. Ef við nú ímyndum okkur nýja spítalabyggingu og beinan kostnað við hana. Ef við segjum að hönnunarkostnaður spítalans sé Plútó þá má líkja fjárfestingarkostnaði (byggingarkostnaður og tækjakaup) við Jörðina. Sólin er aftur á móti rekstrarkostnaður spítalans á líftíma hans. Er þá reiknað með eðlilegum líftíma, þ.e. byggingin er sögð dauð áður en það telst eðlilegt að nýta ganga sem legupláss fyrir sjúklinga og áður en sveppur fer að hreiðra um sig í hverjum krók og kima. Hvet ég nú alla til að skella sér á internetið og skoða myndir þar sem stærð Plútós og Sólarinnar er borin saman. Munurinn er gígantískur. Vissulega eru stærðarhlutföllin á milli hönnunar- og byggingarkostnaðar annarsvegar og rekstrarkostnaðar hinsvegar breytileg á milli verkefna en reynslan sýnir víðsvegar um heim að þessi samanburður er ekki fjarri lagi. Stærðin sem ber að einblína á hér er því rekstrarkostnaðurinn, Sólin. Háskólasjúkrahúsið í Ósló (HSO) er í snemmfasa (e. early phase) skipulagsferli varðandi uppfærslu á aðbúnaði og byggingamassa. Landspítalinn og HSO eiga margt sameiginlegt. Til dæmis eru bæði sjúkrahúsin landssjúkrahús, þ.e. þau veita sérhæfða og krefjandi þjónustu fyrir allt landið sem og almenna heilbrigðisþjónustu. Í Reykjavík eru tvær stórar spítalabyggingar auk starfsemi vítt og breitt um borgina en í Ósló eru fjórir meginspítalar auk annarrar starfsemi. Spítalabyggingar HSO eru sambland af nýlegum byggingum, vernduðum byggingum og byggingum í hálfgerðri niðurníðslu. Eitthvað sem minnir um margt á ástandið heima á Íslandi. Svona mætti áfram telja. Í HSO-verkefninu eru í heild níu valmöguleikar uppi á borðinu sem allir miða að því að koma aðstöðunni í slíkt horf að unnt sé að veita viðunandi heilbrigðisþjónustu til ársins 2060. Þegar upp var staðið reyndist næstdýrasti kosturinn (einn möguleikanna þar sem öllu er safnað á einn stað) fjárhagslega vænlegastur. Það þrátt fyrir rúmlega 10 milljarða norskra króna mun á honum og þeim ódýrasta.Á allt öðru plani Þegar þetta er skrifað er kjaradeila lækna og ríkis nýleyst og fregnir herma að læknar hafi fengið vilyrði fyrir fjárfestingu ríkisins í aðbúnaðinum á spítalanum. Það er vel, því í efnahagskafla snemmfasaskýrslunnar fyrir HSO-verkefnið eru teknir til nokkrir samfélagslegir þættir sem nýr spítali hefur áhrif á og þá í kjölfarið hagkerfið í Ósló. Einn þeirra er nýliðun á spítalanum. Samkvæmt skýrslunni er stærð og gæði starfsumhverfisins stærsti og mikilvægasti þátturinn varðandi val á vinnustað, sérlega fyrir yngri starfsmenn og það að safna allri starfseminni á einn stað muni virka jákvætt á þennan þátt. Þetta kemur heim og saman við það sem ég upplifi í Ósló. Eftir að ég flutti hingað hef ég kynnst töluverðu af íslensku heilbrigðisstarfsfólki, bæði læknum og hjúkrunarfræðingum sem öll eru á aldrinum 30-45 ára. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera ákaflega vel liðnir starfskraftar á vinnustað sem er sá eftirsóttasti fyrir norskt heilbrigðisstarfsfólk, og einn sá eftirsóttasti á Norðurlöndum. Það sem verra er, á fæstum þeirra er fararsnið. Kaupmáttur og vinnuaðstaða er einfaldlega á allt öðru plani en heima á Íslandi. Sem Óslóarbúa finnst mér það ægilega fínt. Það er gott að eiga hauka í horni á þessari heilbrigðisstofnun og þá eru læknarnir sérlega lélegir í vörn í bumbuboltanum á miðvikudögum. Íslendingurinn í mér getur þó ekki annað en óttast þróunina sem á sér stað í starfsmannamálum Landspítalans. Í mínum huga er þetta einfalt. Aðbúnaður Landspítalans er 30-40 árum á eftir því sem gerist á Norðurlöndunum. Ég gæti t.d. skrifað langa ritgerð um þá tækni sem notuð er í dag til flutninga á vörum, sjúkrarúmum og lífsýnum innan spítala. Tækni sem vöntun er á heima en er staðalbúnaður á öllum betri spítölum Norðurlandanna. Landspítalinn er einfaldlega barn síns tíma og það á að vera algjör forgangsröðun hjá okkur sem samfélagi að hafa heilbrigðisþjónustuna á mannsæmandi plani. Peningalega og samfélagslega er nákvæmlega ekkert vit í að fresta þessu lengur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun