„Góð frétt“ Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar