„Góð frétt“ Oktavía Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði um daginn fréttaþul Rásar 1, segja frá því að splunkunýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefði skipað starfshóp, varð ég svo glöð að mig langaði mest til að faðma fréttaþulinn. Starfshópurinn kannar hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar lögheimilis. Starfshópurinn er skipaður á grundvelli ályktunar Alþingis frá 12. maí 2014. Það eru tvær ástæður fyrir því að það var eitthvað óvenju glaðlegt við fréttina sem ég ætla að skýra í stuttu máli.1. Foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá og hafa ákveðið að deila með sér ábyrgð, uppeldi og oft jöfnum samverutíma með börnum sínum, þeir bíða. Þeir bíða eftir lagabreytingu, sem passar við nútímann. „Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum.“ Tilvísun í grein frá mars 2013 sem ég skrifaði. https://www.visir.is/loggjafinn-og-barnid/article/2013703199975. Þetta getur verið foreldri, sem er með börn sín í eina viku og næstu viku á eftir eru börnin hjá hinu foreldrinu, eða þá fimm daga hjá öðru foreldri og sjö daga hjá hinu, svo einhver dæmi séu tekin. Foreldrar skipta öllum kostnaði, sem lýtur að barninu, eins og vera ber. Það að aðeins lögheimilisforeldrið eigi rétt á opinberum greiðslum vegna þess að hitt foreldrið er skráð sem „barnlaus einstaklingur í kerfinu“ er auðvitað meingallað. Að hafa ekki sama rétt og lögheimilisforeldrið, þrátt fyrir að allur annar kostnaður sé jafn, skekkir myndina og veldur óþarfa ágreiningi á milli foreldra. Þessu þarf að breyta og er sú vinna að byrja til allrar hamingju.2. Það gætir óréttlætis og ójöfnuðar á milli foreldra með sameiginlega forsjá, barna þeirra og heimila. Húsnæðiskostnaður er himinhár, það sama má segja um aðrar grunnþarfir fjölskyldu, svo sem fæði og klæði. Í ljósi ofangreinds er full ástæða til að fagna nýskipuðum starfshópi og óska honum velfarnaðar í mikilvægu réttlætismáli. Útfærðar verða leiðir til að eyða aðstöðumun, sem er til staðar á heimilum foreldra með sameiginlega forsjá og barna þeirra. Það mun ýta undir betri samvinnu á milli foreldra og auka velferð og samverustundir barna við báða foreldra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar