Engin sátt var rofin Gísli Sigurðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Gústaf Adolf Skúlason skrifar í Fréttablaðið 26. janúar og endurtekur þar margtuggin ósannindi um að við samþykkt Rammaáætlunar í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi Alþingi rofið sátt um tillögur verkefnastjórnar. Alþingi er eftirlitsaðili með því að tillögur og ákvarðanir í tengslum við Rammaáætlun byggist á lögboðnum aðferðum og rökréttum ályktunum sem taki tillit til upplýsinga og sjónarmiða sem mælt er fyrir um í lögum, þ. á m. umhverfissjónarmiða. Tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur ekki heimild til að víkja til hliðar lögfestum leikreglum samfélagins með því að taka pólitískar ákvarðanir sem ganga þvert á rökstudd fagleg sjónarmið. Samkvæmt lögum um Rammaáætlun ber verkefnastjórn og Alþingi að taka tillit til umhverfissjónarmiða við röðun virkjanakosta. Ekki dugar að vísa til þess að allar virkjanir fari hvort sem er í umhverfismat ef til framkvæmda komi. Fagleg sjónarmið, sem byggðust á ráðgjöf færustu alþjóðlegu sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngufiska, stóðu að baki þeirri ákvörðun Alþingis að setja virkjanir í Þjórsá í biðflokk. Sú ákvörðun var því í samræmi við varnaðarorð sem komu fram í lögmætum athugasemdum í lögboðnu umsagnarferli um að fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu ganga af villtum og sjálfbærum fiskstofnum í ánni nær dauðum. Þegar eftir var leitað kom í ljós að Landsvirkjun vissi lítið um afdrif villtra fiskstofna ef til virkjana kæmi og hafði hugsað seiðaveitur við virkjanirnar sem brautryðjendaverk á heimsvísu – án nokkurra þekktra fyrirmynda sem hefðu virkað eins og vonast hefði verið eftir.Réttmætar athugasemdir Eftir að Alþingi færði virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk og óskaði eftir frekari rannsóknum á umhverfisáhrifum m.t.t. búsvæða og afdrifa fiskstofna fól verkefnastjórn óháðum sérfræðingum að fara yfir hættuna sem fiskstofnum í Þjórsá stafaði af virkjunum. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að óvissa ríkti áfram um afdrif þeirra (https://www.ramma.is/media/gogn/Report_Thjorsa_SSk_HRI_11okt2013.pdf). Víst væri að sjóbirtingur myndi þurrkast út en óvissan takmarkaðist við hversu stórt hrun laxastofnsins yrði. Hinar faglegu athugasemdir við upphaflega tillögu verkefnastjórnar reyndust því allar réttmætar og forðuðu Íslandi frá því að rjúfa skýrar og afdráttarlausar alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að leyfa engar framkvæmdir sem ógni villtum dýrastofnum svo liggi við útrýmingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Gústaf Adolf Skúlason skrifar í Fréttablaðið 26. janúar og endurtekur þar margtuggin ósannindi um að við samþykkt Rammaáætlunar í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi Alþingi rofið sátt um tillögur verkefnastjórnar. Alþingi er eftirlitsaðili með því að tillögur og ákvarðanir í tengslum við Rammaáætlun byggist á lögboðnum aðferðum og rökréttum ályktunum sem taki tillit til upplýsinga og sjónarmiða sem mælt er fyrir um í lögum, þ. á m. umhverfissjónarmiða. Tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur ekki heimild til að víkja til hliðar lögfestum leikreglum samfélagins með því að taka pólitískar ákvarðanir sem ganga þvert á rökstudd fagleg sjónarmið. Samkvæmt lögum um Rammaáætlun ber verkefnastjórn og Alþingi að taka tillit til umhverfissjónarmiða við röðun virkjanakosta. Ekki dugar að vísa til þess að allar virkjanir fari hvort sem er í umhverfismat ef til framkvæmda komi. Fagleg sjónarmið, sem byggðust á ráðgjöf færustu alþjóðlegu sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngufiska, stóðu að baki þeirri ákvörðun Alþingis að setja virkjanir í Þjórsá í biðflokk. Sú ákvörðun var því í samræmi við varnaðarorð sem komu fram í lögmætum athugasemdum í lögboðnu umsagnarferli um að fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu ganga af villtum og sjálfbærum fiskstofnum í ánni nær dauðum. Þegar eftir var leitað kom í ljós að Landsvirkjun vissi lítið um afdrif villtra fiskstofna ef til virkjana kæmi og hafði hugsað seiðaveitur við virkjanirnar sem brautryðjendaverk á heimsvísu – án nokkurra þekktra fyrirmynda sem hefðu virkað eins og vonast hefði verið eftir.Réttmætar athugasemdir Eftir að Alþingi færði virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk og óskaði eftir frekari rannsóknum á umhverfisáhrifum m.t.t. búsvæða og afdrifa fiskstofna fól verkefnastjórn óháðum sérfræðingum að fara yfir hættuna sem fiskstofnum í Þjórsá stafaði af virkjunum. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að óvissa ríkti áfram um afdrif þeirra (https://www.ramma.is/media/gogn/Report_Thjorsa_SSk_HRI_11okt2013.pdf). Víst væri að sjóbirtingur myndi þurrkast út en óvissan takmarkaðist við hversu stórt hrun laxastofnsins yrði. Hinar faglegu athugasemdir við upphaflega tillögu verkefnastjórnar reyndust því allar réttmætar og forðuðu Íslandi frá því að rjúfa skýrar og afdráttarlausar alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að leyfa engar framkvæmdir sem ógni villtum dýrastofnum svo liggi við útrýmingu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar