Engin sátt var rofin Gísli Sigurðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Gústaf Adolf Skúlason skrifar í Fréttablaðið 26. janúar og endurtekur þar margtuggin ósannindi um að við samþykkt Rammaáætlunar í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi Alþingi rofið sátt um tillögur verkefnastjórnar. Alþingi er eftirlitsaðili með því að tillögur og ákvarðanir í tengslum við Rammaáætlun byggist á lögboðnum aðferðum og rökréttum ályktunum sem taki tillit til upplýsinga og sjónarmiða sem mælt er fyrir um í lögum, þ. á m. umhverfissjónarmiða. Tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur ekki heimild til að víkja til hliðar lögfestum leikreglum samfélagins með því að taka pólitískar ákvarðanir sem ganga þvert á rökstudd fagleg sjónarmið. Samkvæmt lögum um Rammaáætlun ber verkefnastjórn og Alþingi að taka tillit til umhverfissjónarmiða við röðun virkjanakosta. Ekki dugar að vísa til þess að allar virkjanir fari hvort sem er í umhverfismat ef til framkvæmda komi. Fagleg sjónarmið, sem byggðust á ráðgjöf færustu alþjóðlegu sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngufiska, stóðu að baki þeirri ákvörðun Alþingis að setja virkjanir í Þjórsá í biðflokk. Sú ákvörðun var því í samræmi við varnaðarorð sem komu fram í lögmætum athugasemdum í lögboðnu umsagnarferli um að fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu ganga af villtum og sjálfbærum fiskstofnum í ánni nær dauðum. Þegar eftir var leitað kom í ljós að Landsvirkjun vissi lítið um afdrif villtra fiskstofna ef til virkjana kæmi og hafði hugsað seiðaveitur við virkjanirnar sem brautryðjendaverk á heimsvísu – án nokkurra þekktra fyrirmynda sem hefðu virkað eins og vonast hefði verið eftir.Réttmætar athugasemdir Eftir að Alþingi færði virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk og óskaði eftir frekari rannsóknum á umhverfisáhrifum m.t.t. búsvæða og afdrifa fiskstofna fól verkefnastjórn óháðum sérfræðingum að fara yfir hættuna sem fiskstofnum í Þjórsá stafaði af virkjunum. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að óvissa ríkti áfram um afdrif þeirra (https://www.ramma.is/media/gogn/Report_Thjorsa_SSk_HRI_11okt2013.pdf). Víst væri að sjóbirtingur myndi þurrkast út en óvissan takmarkaðist við hversu stórt hrun laxastofnsins yrði. Hinar faglegu athugasemdir við upphaflega tillögu verkefnastjórnar reyndust því allar réttmætar og forðuðu Íslandi frá því að rjúfa skýrar og afdráttarlausar alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að leyfa engar framkvæmdir sem ógni villtum dýrastofnum svo liggi við útrýmingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gústaf Adolf Skúlason skrifar í Fréttablaðið 26. janúar og endurtekur þar margtuggin ósannindi um að við samþykkt Rammaáætlunar í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi Alþingi rofið sátt um tillögur verkefnastjórnar. Alþingi er eftirlitsaðili með því að tillögur og ákvarðanir í tengslum við Rammaáætlun byggist á lögboðnum aðferðum og rökréttum ályktunum sem taki tillit til upplýsinga og sjónarmiða sem mælt er fyrir um í lögum, þ. á m. umhverfissjónarmiða. Tímabundinn meirihluti á Alþingi hefur ekki heimild til að víkja til hliðar lögfestum leikreglum samfélagins með því að taka pólitískar ákvarðanir sem ganga þvert á rökstudd fagleg sjónarmið. Samkvæmt lögum um Rammaáætlun ber verkefnastjórn og Alþingi að taka tillit til umhverfissjónarmiða við röðun virkjanakosta. Ekki dugar að vísa til þess að allar virkjanir fari hvort sem er í umhverfismat ef til framkvæmda komi. Fagleg sjónarmið, sem byggðust á ráðgjöf færustu alþjóðlegu sérfræðinga í áhrifum virkjana á göngufiska, stóðu að baki þeirri ákvörðun Alþingis að setja virkjanir í Þjórsá í biðflokk. Sú ákvörðun var því í samræmi við varnaðarorð sem komu fram í lögmætum athugasemdum í lögboðnu umsagnarferli um að fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár myndu ganga af villtum og sjálfbærum fiskstofnum í ánni nær dauðum. Þegar eftir var leitað kom í ljós að Landsvirkjun vissi lítið um afdrif villtra fiskstofna ef til virkjana kæmi og hafði hugsað seiðaveitur við virkjanirnar sem brautryðjendaverk á heimsvísu – án nokkurra þekktra fyrirmynda sem hefðu virkað eins og vonast hefði verið eftir.Réttmætar athugasemdir Eftir að Alþingi færði virkjanir í neðri hluta Þjórsár í biðflokk og óskaði eftir frekari rannsóknum á umhverfisáhrifum m.t.t. búsvæða og afdrifa fiskstofna fól verkefnastjórn óháðum sérfræðingum að fara yfir hættuna sem fiskstofnum í Þjórsá stafaði af virkjunum. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að óvissa ríkti áfram um afdrif þeirra (https://www.ramma.is/media/gogn/Report_Thjorsa_SSk_HRI_11okt2013.pdf). Víst væri að sjóbirtingur myndi þurrkast út en óvissan takmarkaðist við hversu stórt hrun laxastofnsins yrði. Hinar faglegu athugasemdir við upphaflega tillögu verkefnastjórnar reyndust því allar réttmætar og forðuðu Íslandi frá því að rjúfa skýrar og afdráttarlausar alþjóðlegar skuldbindingar sínar um að leyfa engar framkvæmdir sem ógni villtum dýrastofnum svo liggi við útrýmingu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar