Landsnetmálið – Hafnfirðingar vilja skýr svör Ófeigur Friðriksson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar