Landsnetmálið – Hafnfirðingar vilja skýr svör Ófeigur Friðriksson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar