Landsnetmálið – Hafnfirðingar vilja skýr svör Ófeigur Friðriksson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að rafmagnslínur og slík mannvirki standi eðlilegri þróun byggðar í Hafnarfirði fyrir þrifum. Á árinu 2005 hófst undirbúningur Landsnets fyrir svokallaða suðvesturlínu en í tengslum við það opnaðist sá möguleiki að línumannvirki sem þá lágu í jaðri byggðar í Hafnarfirði yrðu færð í jörð. Skipulag nýrrar íbúðabyggðar á Völlum tók mið af þessum áformum Landsnets.Óvissa í kjölfar hruns Vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins lögðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þunga áherslu á að við fyrirtækið að gert yrði skriflegt samkomulag um hvenær og hvernig Landsnet myndi standa að niðurrifi háspennulínanna og tengdra mannvirka sem liggja í og við íbúðabyggðina á Vallasvæðinu. Árið 2009 féllst Landsnet á gerð slíks samkomulags þar sem kveðið var á um að framkvæmdirnar myndu hefjast í síðasta lagi árið 2011 og að þeim yrði að fullu lokið á árinu 2017. Full og þverpólitísk samstaða var um málið í bæjarstjórn á þessum tíma eins og reyndar frá upphafi, enda um augljóst og mikið hagsmunamál að ræða fyrir sveitarfélagið. Á árinu 2012 varð ljóst að tímarammi samkomulagsins myndi ekki standast, enda framkvæmdir ekki hafnar og undirbúningur Landsnets ekki á veg kominn. Meginskýringin sem gefin var á töfunum var að áætlanir um uppbyggingu stóriðju á Suðurnesjum hefðu ekki gengið eftir. Var af þessum sökum enn á ný gengið til viðræðna við fyrirtækið um hvenær það myndi ráðast í framkvæmdirnar, enda málið orðið mjög brýnt, ekki síst fyrir nýja íbúa á þessu svæði sem höfðu treyst fyrri yfirlýsingum fyrirtækisins.Samstaða um hagsmuni Samkvæmt nýju samkomulagi áttu framkvæmdir við niðurrif línanna að hefjast eigi síðar en á árinu 2016 og vera lokið í síðasta lagi árið 2020. Fljótlega eftir gerð samkomulagsins komu hins vegar fram vísbendingar um að enn og aftur væri komið bakslag í áætlanir Landsnets. Í umsögn fyrirtækisins um drög að nýju aðalskipulagi fyrir Hafnarfjarðarbæ komu fram athugasemdir sem bentu til þess að samkomulagið frá árinu 2012 gæti verið í uppnámi. Enn og aftur sitja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði því við samningaborðið og krefja stjórnendur Landsnets svara. Um er að ræða gífurlegt hagsmunamál fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hin glæsilega Skarðshlíð liggur undir og er hún nánast tilbúin til afhendingar. Gatnakerfi, göngustígar, lóðir og ljósastaurar bíða eftir því að fá hlutverk. Ljóst er að ásókn í þessar lóðir er engin ef rafmagnslínur gnæfa yfir hverfið. Verði þær hins vegar settar í jörðu, ofan í Ásvallarbrautina, þá er um að ræða stórglæsilega hlíð sem vísar til suðurs með útsýni á fjallgarð Reykjaness. Á dögunum áttu fulltrúar bæjarins og fyrirtækisins fund þar sem aðilar fóru saman og skoðuðu svæðið og áhrif mannvirkjanna á aðstæður íbúanna á Völlum. Í framhaldinu var farið yfir málið út frá sjónarhóli beggja aðila. Auk embættismanna sátu fulltrúar bæjarstjórnar fundinn. Fundurinn var á margan hátt gagnlegur og mun vonandi skila þeim árangri að hægt verði að skýra betur stöðu mála og flýta fyrir því að verkefnið komist í gang. Það sem skiptir ekki síst máli í því samhengi er að um málið sé full og þverpólitísk samstaða og við stöndum öll saman að því að knýja fram þannig lausn í þetta mál að við hana verði unað til frambúðar. Það er verkefnið núna og við hættum ekki fyrr en það er í höfn.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar