Aumingja Strætó Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 07:00 Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar