Aumingja Strætó Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 07:00 Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar