Aumingja Strætó Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 07:00 Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar