Aumingja Strætó Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 07:00 Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Júlía Þorvaldsdóttir, sviðsstjóri hjá Strætó, ber sig illa undan „óvæginni og ósanngjarnri umræðu“ um Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún segir: „einstaka viðskiptavinir Ferðaþjónustu fatlaðra eru stressaðir og upplifa þjónustuna verri en hún raunverulega er“ og jafnframt að Strætó eigi „ótrúlega góð samskipti við flesta farþega og forstöðumenn sambýla og heimila“. Júlía kallar þarna eftir samúð með aumingja Strætó sem allir eru vondir við og það að ósekju. Hún gefur í skyn að í raun sé Ferðaþjónustan að standa sig með prýði og að þar með sé eitthvað að hjá þeim sem kvarti. Þeir séu jú bara „einstaka viðskiptavinir“ en langflestir séu ánægðir með þjónustuna. Að lokum biður hún fólk pent um að þegja og ekki vera að tala svona um þetta úti úu allt. Ég er móðir fatlaðs unglings og einn af þessum „einstöku viðskiptavinum“ en Strætó fær enga samúð hjá mér og þar held ég að ég tali fyrir munn margra foreldra fatlaðra barna. Tilraun Júlíu til að þagga niður í fólki virkar öfugt á mig og orð hennar hvetja mig til að tjá mig á opinberum vettvangi. Júlía segir að starfsfólk Strætó eigi „ótrúlega“ góð samskipti við forstöðumenn sambýla og heimila. Ef samskiptin eru enn þá góð þá er það sannarlega ótrúlegt og segir meira um háttprýði okkar viðskiptavina og forstöðumanna sambýla en gæði þjónustunnar hjá Strætó. Ég hef tekið þátt í umræðu um (óvissu)ferðaþjónustu fatlaðra í lokuðum hópi á fésbók. Þar deilum við, foreldrar fatlaðra barna og ungmenna, reynslu okkar og áhyggjum af öryggi barna okkar. Við „einstakir viðskiptavinir“ erum venjulegt og dagfarsprútt fólk og seinþreytt til vandræða en samkvæmt skilgreiningu Júlíu erum við „stressuð og upplifum þjónustuna verri en hún er“. Hér er eitt dæmi af mörgum um þjónustuna sem við „upplifum að sé verri en hún er vegna streitu“: Ung stúlka með þroskahömlun og einhverfu fór með Ferðaþjónustu fatlaðra í skólann sinn klukkan átta að morgni. Í stað þess að keyra hana í skólann er henni ekið að Hæfingarstöðinni við Háaleitisbraut. Þar er allt lokað og læst og það er skítakuldi og niðamyrkur. Þar er stúlkunni vísað út úr bílnum og hún skilin þar eftir! Við foreldrar viljum gjarnan geta treyst því að ferðaþjónustan keyri börn okkar á rétta staði og við verðum að geta treyst því að öryggi þeirra sé ekki stefnt í voða. Þrátt fyrir hremmingar sem börn okkar hafa lent í af þessu tagi, höfum við sýnt starfsfólki Strætó kurteisi og umburðarlyndi og starfsfólk hefur, a.m.k. hvað mig varðar, ævinlega sýnt háttvísi og kurteisi og beðist afsökunar þegar mistök hafa orðið. Það sama verður ekki sagt um Júlíu sviðsstjóra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar