Sparar tíma við uppfærslu heimasíðna 28. janúar 2015 12:00 Frumkvöðull Sesselja Vilhjálmsdóttir er vön frumkvöðlaumhverfinu. fréttablaðið/Ernir Tagplay er nýtt sprotafyrirtæki sem hleypir í dag af stokkunum nýrri veflausn sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Veflausnin hjálpar fyrirtækjum að halda vefsíðum og öppum lifandi og uppfærðum með hjálp samfélagsmiðla,“ segir Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Tagplay. Sesselja hefur starfað í hugbúnaðargerð síðustu ár og er vel kunn frumkvöðlaumhverfinu. Hún gaf meðal annars út heimildarmyndina The Startup Kids sem fjallar um veffrumkvöðla í Bandaríkjunum og Evrópu. Hugmyndinn að veflausn Tagplay kviknaði þegar Sesselja kom að vefráðgjöf fyrir auglýsingastofur. „Fyrirtæki voru endurtekið að eyða háum upphæðum í að útbúa flottar vefsíður sem stóðu svo hálfóuppfærðar vikum saman. Einkum var það vegna þess hve flókið og tímafrekt er að uppfæra vefsíður,“ segir hún. Sesselja segir tilboð, opnunartíma og jafnvel símanúmer enda á því að verða úrelt og missa fyrirtæki því af mögulegum viðskiptum. Fyrsta vara Tagplay er fyrir vefforritara til að koma upp heimasíðum sem stjórnað er af samfélagsmiðlum; Facebook, Instagram, Twitter og tölvupósti. „Tagplay sparar forriturum tíma við að koma upp heimasíðu og að þurfa að eyða tíma í að kenna viðskiptavinum á flókin kerfi til að uppfæra heimasíðuna.“ Þróun á hugbúnaði Tagplay hefur staðið yfir undanfarna mánuði í samvinnu við viðskiptavini Tagplay og helstu vef- og auglýsingastofur á Íslandi. Fyrirtækið hefur fram að þessu verið fjármagnað af eigin fé og sölu vörunnar en Sesselja stendur nú í lokaferli við að fjármagna félagið með aðkomu bandarískra og íslenskra fjárfesta. Fjárfestingunni verður að hennar sögn varið í að stækka teymið enn frekar og markaðssetningu erlendis. Sesselja mun kynna Tagplay á Mannamótum Ímark, markaðsfólks á Íslandi, á Kexi hosteli í dag klukkan 17.00. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Tagplay er nýtt sprotafyrirtæki sem hleypir í dag af stokkunum nýrri veflausn sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Veflausnin hjálpar fyrirtækjum að halda vefsíðum og öppum lifandi og uppfærðum með hjálp samfélagsmiðla,“ segir Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Tagplay. Sesselja hefur starfað í hugbúnaðargerð síðustu ár og er vel kunn frumkvöðlaumhverfinu. Hún gaf meðal annars út heimildarmyndina The Startup Kids sem fjallar um veffrumkvöðla í Bandaríkjunum og Evrópu. Hugmyndinn að veflausn Tagplay kviknaði þegar Sesselja kom að vefráðgjöf fyrir auglýsingastofur. „Fyrirtæki voru endurtekið að eyða háum upphæðum í að útbúa flottar vefsíður sem stóðu svo hálfóuppfærðar vikum saman. Einkum var það vegna þess hve flókið og tímafrekt er að uppfæra vefsíður,“ segir hún. Sesselja segir tilboð, opnunartíma og jafnvel símanúmer enda á því að verða úrelt og missa fyrirtæki því af mögulegum viðskiptum. Fyrsta vara Tagplay er fyrir vefforritara til að koma upp heimasíðum sem stjórnað er af samfélagsmiðlum; Facebook, Instagram, Twitter og tölvupósti. „Tagplay sparar forriturum tíma við að koma upp heimasíðu og að þurfa að eyða tíma í að kenna viðskiptavinum á flókin kerfi til að uppfæra heimasíðuna.“ Þróun á hugbúnaði Tagplay hefur staðið yfir undanfarna mánuði í samvinnu við viðskiptavini Tagplay og helstu vef- og auglýsingastofur á Íslandi. Fyrirtækið hefur fram að þessu verið fjármagnað af eigin fé og sölu vörunnar en Sesselja stendur nú í lokaferli við að fjármagna félagið með aðkomu bandarískra og íslenskra fjárfesta. Fjárfestingunni verður að hennar sögn varið í að stækka teymið enn frekar og markaðssetningu erlendis. Sesselja mun kynna Tagplay á Mannamótum Ímark, markaðsfólks á Íslandi, á Kexi hosteli í dag klukkan 17.00.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira