Það sem fólk vill? Steinþór D. Kristjánsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar