Það sem fólk vill? Steinþór D. Kristjánsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill?
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar