Það sem fólk vill? Steinþór D. Kristjánsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar