Það sem fólk vill? Steinþór D. Kristjánsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef gengið væri að fólki úti á götu og spurt: „Hvernig vilt þú að framhaldsskólakerfið á Íslandi sé?“ myndu líklega flestir svara eitthvað á þá leið að þeir vildu að það væri fjölbreytt, kæmi til móts við sem flesta og skilaði vel menntuðum ungmennum, annaðhvort í háskólanám eða út í atvinnulífið. Framhaldsskólakerfið á Íslandi hefur góða möguleika til að verða nákvæmlega svona, grunnstoðirnar eru til staðar. Við höfum framhaldsskóla af ýmsum gerðum, iðn- og tækniskóla, fjölbrautarskóla með bæði stuttum starfsbrautum og hefðbundnum bóknámsbrautum, skóla með áfangakerfi þar sem nemendur geta ráðið námshraða sínum að nokkru sjálfir; tekið skólann á þrem árum jafnvel skemur en aðrir á lengri tíma ef það hentar þeim. Sumir framhaldsskólarnir hafa reynt að þjappa náminu niður í þrjú ár en aðrir halda hefðbundnu kerfi. Fyrir þá sem detta út, sem alltaf gerist öðru hvoru, eru svo öldungadeildir eða fjarnám þar sem þeir geta aftur náð sér á strik. Því miður er staðan um þessar mundir sú að öllu þessu er ógnað. Núverandi menntamálaráðherra er harðákveðinn að umbylta framhaldsskólakerfinu og síst til hins betra. Stóra markmiðið er að skera hefðbundnar bóknámsbrautir niður í þrjú ár. Afleiðingin er sú að íslenskir stúdentar koma mun verr undirbúnir í háskóla og hafa litla möguleika á háskólanámi erlendis án fornáms. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í íslensku háskólunum nema þeir dragi úr inntökukröfum sínum. Jafnframt er ráðist gegn þeim sem dottið hafa út úr námi, hafa hug á bæta úr því en eru svo óheppnir að vera orðnir 25 ára. Einnig virðast litlir framhaldsskólar úti á landi vera undir hnífnum. Menntamálaráðherra hefur viðurkennt á fundi í Valhöll í haust að þetta væri vissulega niðurskurður. Og hversu mikill? Jú ráðherra ætlar með þessum aðgerðum að ná tveggja milljarða króna niðurskurði í framhaldsskólakerfinu einu saman á næstu misserum. Flóknara er það ekki og honum virðist slétt sama um afleiðingarnar. Það sem verra er; sama er að segja um aðra þingmenn, stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðu. Ráðherra virðist ætla að takast að breyta framhaldsskólakerfinu í grundvallaratriðum til hins verra án nokkurrar umræðu. Er þetta það sem fólk vill?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar