Sjálfboðið er góðum gesti Gissur Pétursson skrifar 24. janúar 2015 07:00 Við upphaf efnahagshrunsins haustið 2008 var atvinnuleysi svipað meðal Íslendinga og erlendra ríkisborgara. Fljótlega dró í sundur og allt frá 2009 hefur bilið á milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara sem eru hluti af íslenska vinnumarkaðnum aukist. Skráð atvinnuleysi á Íslandi telst nú vera af viðráðanlegri stærðargráðu. Atvinnuleysi sérstaklega meðal útlendinga var að meðaltali 7,5% á síðasta ári miðað við 3,6% almennt. Þetta er áhyggjuefni. Flæði erlends vinnuafls til landsins og starfskraftar fólksins voru vel metnir þegar illa gekk að manna störf á uppgangstímanum 2004–2008. Sérstaklega dró byggingariðnaðurinn, og mannvirkjagreinar almennt, til sín mikið af starfsfólki. Löng og góð reynsla er af störfum útlendinga í fiskiðnaði og nú er svo komið að stærsti hluti þeirra sem starfa í fiskiðjuverum landsins er fólk af erlendu bergi brotið. Vinnumálastofnun hefur leitast eftir fremsta megni við að styðja erlenda íbúa sem misst hafa vinnuna og skráð sig atvinnulausa. Allra mikilvægasta skrefið fyrir þá til að auka starfshæfni sína á vinnumarkaðnum hér innanlands er að læra að tala íslensku. Þar eru margir möguleikar í boði og símenntunarmiðstöðvar landsins eru með fjölbreytt tilboð til íslenskunáms, til að nálgast þá sem áhuga hafa. Sá áhugi er ekki alltaf fyrir hendi og þar bera einstaklingarnir sjálfir stóra ábyrgð. Samfélagið ber einnig mikla ábyrgð við að skapa jákvætt viðmót gagnvart þeim sem hingað hafa flust m.a. til að sjá gagnsemina í því að læra málið okkar. Samfélag sem býður fólk velkomið og mætir nýjum íbúum með virðingu og vinsemd örvar fólk til dáða til að gerast virkir samfélagsþegnar og setjast að til frambúðar. Í þessum efnum þurfum við Íslendingar að taka okkur á. Framtíðin kallar á fleiri vinnandi hendur og það mun ekki gerast með náttúrulegum hætti. Við munum þurfa að hvetja fólk til að flytjast til okkar frá öðrum löndum og heimshlutum og þar erum við í samkeppni við nágrannaríki okkar.Augljós hættumerki Það er margt sem ber að varast í þessum efnum. Ef við tökum ekki vel á móti fólki og hjálpum því að aðlagast nýjum kringumstæðum heldur höldum því ávallt í ákveðinni fjarlægð þá skapast gagnkvæm tortryggni. Tortryggni getur leitt af sér fordóma og ranghugmyndir. Fordómar ala á mannfyrirlitningu og þessar samfélagsaðstæður eru kjörlendi fyrir stjórnmál sem höfða til útlendingahaturs og trúarofstækis. Til skamms tíma höfum við Norður-Evrópubúar talið okkur víðsýnar og menntaðar þjóðir sem byggja samfélag sitt á lýðræði og umburðarlyndi. Niðurstöður kosninganna í Svíþjóð frá í haust þar sem Svíþjóðardemókratar fengu 12,9% fylgi og 49 þingmenn á sænska þinginu, segir okkur að boðskapur eins og þeirra, sem byggir á þröngsýni og útlendingafjandskap, á sér hættulega mikinn stuðning. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nokkrum öðrum ríkjum Evrópu og fær aukið fylgi í kjölfar fjöldamorðanna í París. Það er afar mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ekki skotið rótum hér á landi. Sókn okkar til betri lífskjara og mannvænlegra samfélags byggist á því að hér á landi sé gott fyrir alla að lifa, fólk sé velkomið hingað til búsetu og starfa og að við virðum skoðanir og bakgrunn fólks, þ. á m. trúarlegan og menntunarlegan. Vitaskuld gerist þetta ekki af sjálfu sér og við þurfum að vera opin fyrir nýjum starfsaðferðum og skipulagi, sjá hvað virkar í öðrum löndum og hvað ekki og hvað við getum gert betur. Margt hefur verið gert sem er til fyrirmyndar t.d. skipulag á móttöku smærri hópa flóttamanna undanfarin ár. En betur má af duga skal og þar verðum við öll að leggja hönd á plóg. Hættumerkin eru of augljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við upphaf efnahagshrunsins haustið 2008 var atvinnuleysi svipað meðal Íslendinga og erlendra ríkisborgara. Fljótlega dró í sundur og allt frá 2009 hefur bilið á milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara sem eru hluti af íslenska vinnumarkaðnum aukist. Skráð atvinnuleysi á Íslandi telst nú vera af viðráðanlegri stærðargráðu. Atvinnuleysi sérstaklega meðal útlendinga var að meðaltali 7,5% á síðasta ári miðað við 3,6% almennt. Þetta er áhyggjuefni. Flæði erlends vinnuafls til landsins og starfskraftar fólksins voru vel metnir þegar illa gekk að manna störf á uppgangstímanum 2004–2008. Sérstaklega dró byggingariðnaðurinn, og mannvirkjagreinar almennt, til sín mikið af starfsfólki. Löng og góð reynsla er af störfum útlendinga í fiskiðnaði og nú er svo komið að stærsti hluti þeirra sem starfa í fiskiðjuverum landsins er fólk af erlendu bergi brotið. Vinnumálastofnun hefur leitast eftir fremsta megni við að styðja erlenda íbúa sem misst hafa vinnuna og skráð sig atvinnulausa. Allra mikilvægasta skrefið fyrir þá til að auka starfshæfni sína á vinnumarkaðnum hér innanlands er að læra að tala íslensku. Þar eru margir möguleikar í boði og símenntunarmiðstöðvar landsins eru með fjölbreytt tilboð til íslenskunáms, til að nálgast þá sem áhuga hafa. Sá áhugi er ekki alltaf fyrir hendi og þar bera einstaklingarnir sjálfir stóra ábyrgð. Samfélagið ber einnig mikla ábyrgð við að skapa jákvætt viðmót gagnvart þeim sem hingað hafa flust m.a. til að sjá gagnsemina í því að læra málið okkar. Samfélag sem býður fólk velkomið og mætir nýjum íbúum með virðingu og vinsemd örvar fólk til dáða til að gerast virkir samfélagsþegnar og setjast að til frambúðar. Í þessum efnum þurfum við Íslendingar að taka okkur á. Framtíðin kallar á fleiri vinnandi hendur og það mun ekki gerast með náttúrulegum hætti. Við munum þurfa að hvetja fólk til að flytjast til okkar frá öðrum löndum og heimshlutum og þar erum við í samkeppni við nágrannaríki okkar.Augljós hættumerki Það er margt sem ber að varast í þessum efnum. Ef við tökum ekki vel á móti fólki og hjálpum því að aðlagast nýjum kringumstæðum heldur höldum því ávallt í ákveðinni fjarlægð þá skapast gagnkvæm tortryggni. Tortryggni getur leitt af sér fordóma og ranghugmyndir. Fordómar ala á mannfyrirlitningu og þessar samfélagsaðstæður eru kjörlendi fyrir stjórnmál sem höfða til útlendingahaturs og trúarofstækis. Til skamms tíma höfum við Norður-Evrópubúar talið okkur víðsýnar og menntaðar þjóðir sem byggja samfélag sitt á lýðræði og umburðarlyndi. Niðurstöður kosninganna í Svíþjóð frá í haust þar sem Svíþjóðardemókratar fengu 12,9% fylgi og 49 þingmenn á sænska þinginu, segir okkur að boðskapur eins og þeirra, sem byggir á þröngsýni og útlendingafjandskap, á sér hættulega mikinn stuðning. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nokkrum öðrum ríkjum Evrópu og fær aukið fylgi í kjölfar fjöldamorðanna í París. Það er afar mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ekki skotið rótum hér á landi. Sókn okkar til betri lífskjara og mannvænlegra samfélags byggist á því að hér á landi sé gott fyrir alla að lifa, fólk sé velkomið hingað til búsetu og starfa og að við virðum skoðanir og bakgrunn fólks, þ. á m. trúarlegan og menntunarlegan. Vitaskuld gerist þetta ekki af sjálfu sér og við þurfum að vera opin fyrir nýjum starfsaðferðum og skipulagi, sjá hvað virkar í öðrum löndum og hvað ekki og hvað við getum gert betur. Margt hefur verið gert sem er til fyrirmyndar t.d. skipulag á móttöku smærri hópa flóttamanna undanfarin ár. En betur má af duga skal og þar verðum við öll að leggja hönd á plóg. Hættumerkin eru of augljós.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar