Sjálfboðið er góðum gesti Gissur Pétursson skrifar 24. janúar 2015 07:00 Við upphaf efnahagshrunsins haustið 2008 var atvinnuleysi svipað meðal Íslendinga og erlendra ríkisborgara. Fljótlega dró í sundur og allt frá 2009 hefur bilið á milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara sem eru hluti af íslenska vinnumarkaðnum aukist. Skráð atvinnuleysi á Íslandi telst nú vera af viðráðanlegri stærðargráðu. Atvinnuleysi sérstaklega meðal útlendinga var að meðaltali 7,5% á síðasta ári miðað við 3,6% almennt. Þetta er áhyggjuefni. Flæði erlends vinnuafls til landsins og starfskraftar fólksins voru vel metnir þegar illa gekk að manna störf á uppgangstímanum 2004–2008. Sérstaklega dró byggingariðnaðurinn, og mannvirkjagreinar almennt, til sín mikið af starfsfólki. Löng og góð reynsla er af störfum útlendinga í fiskiðnaði og nú er svo komið að stærsti hluti þeirra sem starfa í fiskiðjuverum landsins er fólk af erlendu bergi brotið. Vinnumálastofnun hefur leitast eftir fremsta megni við að styðja erlenda íbúa sem misst hafa vinnuna og skráð sig atvinnulausa. Allra mikilvægasta skrefið fyrir þá til að auka starfshæfni sína á vinnumarkaðnum hér innanlands er að læra að tala íslensku. Þar eru margir möguleikar í boði og símenntunarmiðstöðvar landsins eru með fjölbreytt tilboð til íslenskunáms, til að nálgast þá sem áhuga hafa. Sá áhugi er ekki alltaf fyrir hendi og þar bera einstaklingarnir sjálfir stóra ábyrgð. Samfélagið ber einnig mikla ábyrgð við að skapa jákvætt viðmót gagnvart þeim sem hingað hafa flust m.a. til að sjá gagnsemina í því að læra málið okkar. Samfélag sem býður fólk velkomið og mætir nýjum íbúum með virðingu og vinsemd örvar fólk til dáða til að gerast virkir samfélagsþegnar og setjast að til frambúðar. Í þessum efnum þurfum við Íslendingar að taka okkur á. Framtíðin kallar á fleiri vinnandi hendur og það mun ekki gerast með náttúrulegum hætti. Við munum þurfa að hvetja fólk til að flytjast til okkar frá öðrum löndum og heimshlutum og þar erum við í samkeppni við nágrannaríki okkar.Augljós hættumerki Það er margt sem ber að varast í þessum efnum. Ef við tökum ekki vel á móti fólki og hjálpum því að aðlagast nýjum kringumstæðum heldur höldum því ávallt í ákveðinni fjarlægð þá skapast gagnkvæm tortryggni. Tortryggni getur leitt af sér fordóma og ranghugmyndir. Fordómar ala á mannfyrirlitningu og þessar samfélagsaðstæður eru kjörlendi fyrir stjórnmál sem höfða til útlendingahaturs og trúarofstækis. Til skamms tíma höfum við Norður-Evrópubúar talið okkur víðsýnar og menntaðar þjóðir sem byggja samfélag sitt á lýðræði og umburðarlyndi. Niðurstöður kosninganna í Svíþjóð frá í haust þar sem Svíþjóðardemókratar fengu 12,9% fylgi og 49 þingmenn á sænska þinginu, segir okkur að boðskapur eins og þeirra, sem byggir á þröngsýni og útlendingafjandskap, á sér hættulega mikinn stuðning. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nokkrum öðrum ríkjum Evrópu og fær aukið fylgi í kjölfar fjöldamorðanna í París. Það er afar mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ekki skotið rótum hér á landi. Sókn okkar til betri lífskjara og mannvænlegra samfélags byggist á því að hér á landi sé gott fyrir alla að lifa, fólk sé velkomið hingað til búsetu og starfa og að við virðum skoðanir og bakgrunn fólks, þ. á m. trúarlegan og menntunarlegan. Vitaskuld gerist þetta ekki af sjálfu sér og við þurfum að vera opin fyrir nýjum starfsaðferðum og skipulagi, sjá hvað virkar í öðrum löndum og hvað ekki og hvað við getum gert betur. Margt hefur verið gert sem er til fyrirmyndar t.d. skipulag á móttöku smærri hópa flóttamanna undanfarin ár. En betur má af duga skal og þar verðum við öll að leggja hönd á plóg. Hættumerkin eru of augljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Við upphaf efnahagshrunsins haustið 2008 var atvinnuleysi svipað meðal Íslendinga og erlendra ríkisborgara. Fljótlega dró í sundur og allt frá 2009 hefur bilið á milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara sem eru hluti af íslenska vinnumarkaðnum aukist. Skráð atvinnuleysi á Íslandi telst nú vera af viðráðanlegri stærðargráðu. Atvinnuleysi sérstaklega meðal útlendinga var að meðaltali 7,5% á síðasta ári miðað við 3,6% almennt. Þetta er áhyggjuefni. Flæði erlends vinnuafls til landsins og starfskraftar fólksins voru vel metnir þegar illa gekk að manna störf á uppgangstímanum 2004–2008. Sérstaklega dró byggingariðnaðurinn, og mannvirkjagreinar almennt, til sín mikið af starfsfólki. Löng og góð reynsla er af störfum útlendinga í fiskiðnaði og nú er svo komið að stærsti hluti þeirra sem starfa í fiskiðjuverum landsins er fólk af erlendu bergi brotið. Vinnumálastofnun hefur leitast eftir fremsta megni við að styðja erlenda íbúa sem misst hafa vinnuna og skráð sig atvinnulausa. Allra mikilvægasta skrefið fyrir þá til að auka starfshæfni sína á vinnumarkaðnum hér innanlands er að læra að tala íslensku. Þar eru margir möguleikar í boði og símenntunarmiðstöðvar landsins eru með fjölbreytt tilboð til íslenskunáms, til að nálgast þá sem áhuga hafa. Sá áhugi er ekki alltaf fyrir hendi og þar bera einstaklingarnir sjálfir stóra ábyrgð. Samfélagið ber einnig mikla ábyrgð við að skapa jákvætt viðmót gagnvart þeim sem hingað hafa flust m.a. til að sjá gagnsemina í því að læra málið okkar. Samfélag sem býður fólk velkomið og mætir nýjum íbúum með virðingu og vinsemd örvar fólk til dáða til að gerast virkir samfélagsþegnar og setjast að til frambúðar. Í þessum efnum þurfum við Íslendingar að taka okkur á. Framtíðin kallar á fleiri vinnandi hendur og það mun ekki gerast með náttúrulegum hætti. Við munum þurfa að hvetja fólk til að flytjast til okkar frá öðrum löndum og heimshlutum og þar erum við í samkeppni við nágrannaríki okkar.Augljós hættumerki Það er margt sem ber að varast í þessum efnum. Ef við tökum ekki vel á móti fólki og hjálpum því að aðlagast nýjum kringumstæðum heldur höldum því ávallt í ákveðinni fjarlægð þá skapast gagnkvæm tortryggni. Tortryggni getur leitt af sér fordóma og ranghugmyndir. Fordómar ala á mannfyrirlitningu og þessar samfélagsaðstæður eru kjörlendi fyrir stjórnmál sem höfða til útlendingahaturs og trúarofstækis. Til skamms tíma höfum við Norður-Evrópubúar talið okkur víðsýnar og menntaðar þjóðir sem byggja samfélag sitt á lýðræði og umburðarlyndi. Niðurstöður kosninganna í Svíþjóð frá í haust þar sem Svíþjóðardemókratar fengu 12,9% fylgi og 49 þingmenn á sænska þinginu, segir okkur að boðskapur eins og þeirra, sem byggir á þröngsýni og útlendingafjandskap, á sér hættulega mikinn stuðning. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nokkrum öðrum ríkjum Evrópu og fær aukið fylgi í kjölfar fjöldamorðanna í París. Það er afar mikilvægt að sjónarmið af þessu tagi fái ekki skotið rótum hér á landi. Sókn okkar til betri lífskjara og mannvænlegra samfélags byggist á því að hér á landi sé gott fyrir alla að lifa, fólk sé velkomið hingað til búsetu og starfa og að við virðum skoðanir og bakgrunn fólks, þ. á m. trúarlegan og menntunarlegan. Vitaskuld gerist þetta ekki af sjálfu sér og við þurfum að vera opin fyrir nýjum starfsaðferðum og skipulagi, sjá hvað virkar í öðrum löndum og hvað ekki og hvað við getum gert betur. Margt hefur verið gert sem er til fyrirmyndar t.d. skipulag á móttöku smærri hópa flóttamanna undanfarin ár. En betur má af duga skal og þar verðum við öll að leggja hönd á plóg. Hættumerkin eru of augljós.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar