Breytingar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks framfaraskref Þórhildur Egilsdóttir skrifar 23. janúar 2015 07:00 Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar