Advania eitt 20 fyrstu í heimi með skýjalausn Microsoft Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Advania vinnur með Microsoft að uppsetningu skýjaumhverfis. Með því að opna aðgang fyrirtækja að forritum og gögnum í skýi segir Advania kostnað þeirra fara úr því að vera fjárfestingakostnaður og verði í staðinn fyrirsjáanlegur rekstrarkostnaður. Fréttablaðið/GVA Advania á Íslandi er eitt 20 fyrirtækja í heiminum sem vinnur með Microsoft að uppsetningu umhverfis tölvuskýja þar sem fyrirtækjum er boðin vistun og hýsing á bæði forritum og gögnum. Fyrirtækið varð ofan á í vali Microsoft þar sem margir voru um hituna og því með þeim fyrstu til að fá Cloud Solutions Provider viðurkenningu Microsoft. Til stendur að Advania kynni fyrirtækjum hér þjónustuna seinni part vikunnar. „Við erum mjög stolt af þessu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Fyrst og fremst er það mikill heiður fyrir fyrirtækið að vera valið eitt af þessum tuttugu samstarfsaðilum Microsoft í skýjalausnum í heiminum. Við lítum á það sem heiður bæði fyrir okkur hér á Íslandi, en ekki síður fyrir okkur sem norrænt fyrirtæki því við getum boðið þessar lausnir á Norðurlöndunum.“ Gestur segir að núna geti Advania boðið viðskiptavinum sínum aðgengi að Microsoft þjónustum með öðrum hætti en áður hafi verið mögulegt. „Og í því felast mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar.“Gestur G. GestssonMeð vistun gagna og rekstri hugbúnaðar í tölvuskýjum segir Gestur skrefið tekið til framtíðarsýnar sem talað hafi verið um í rúman áratug. „Við færumst stöðugt nær þeim tíma að það heyri sögunni til að fólk sæki forrit niður tölvurnar sínar, heldur vinni á forritum sem vistuð eru í skýinu, með öllum þeim kostum sem því fylgir, bæði varðandi aðgengi, öryggi og hagkvæmni. Það hefur gríðarmikið gerst í þessum málum síðustu tvö til þrjú ár upp á að gera þessar lausnir jafngóðar og mörgum tilfellum betri en þegar fólk er með forritin í tölvunni.“ Með því að nýta skýið segir Gestur möguleika fyrirtækja á hagræðingu í rekstri stóraukast. „Það er gríðarlega mikilvægt því þá er verið að kaupa þessa þjónustu alla í áskrift. Ef fyrirtæki er til dæmis með mikið af sumarstarfsmönnum þá er hægt kaupa forrit og annað sem nauðsynlegt er vegna þess, en draga svo aftur saman þegar sumri lýkur.“ Meðal þess sem boðið er upp á í skýjaumhverfi Microsoft er hýsing tölvukerfa, gagnahýsing og aðgangur að viðskiptahugbúnaði á borð við Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfi og Office 356 hugbúnaðarvöndulinn. Öll gögn, kerfi og hugbúnaður eru hýst hjá Advania á Íslandi. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Advania á Íslandi er eitt 20 fyrirtækja í heiminum sem vinnur með Microsoft að uppsetningu umhverfis tölvuskýja þar sem fyrirtækjum er boðin vistun og hýsing á bæði forritum og gögnum. Fyrirtækið varð ofan á í vali Microsoft þar sem margir voru um hituna og því með þeim fyrstu til að fá Cloud Solutions Provider viðurkenningu Microsoft. Til stendur að Advania kynni fyrirtækjum hér þjónustuna seinni part vikunnar. „Við erum mjög stolt af þessu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Fyrst og fremst er það mikill heiður fyrir fyrirtækið að vera valið eitt af þessum tuttugu samstarfsaðilum Microsoft í skýjalausnum í heiminum. Við lítum á það sem heiður bæði fyrir okkur hér á Íslandi, en ekki síður fyrir okkur sem norrænt fyrirtæki því við getum boðið þessar lausnir á Norðurlöndunum.“ Gestur segir að núna geti Advania boðið viðskiptavinum sínum aðgengi að Microsoft þjónustum með öðrum hætti en áður hafi verið mögulegt. „Og í því felast mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar.“Gestur G. GestssonMeð vistun gagna og rekstri hugbúnaðar í tölvuskýjum segir Gestur skrefið tekið til framtíðarsýnar sem talað hafi verið um í rúman áratug. „Við færumst stöðugt nær þeim tíma að það heyri sögunni til að fólk sæki forrit niður tölvurnar sínar, heldur vinni á forritum sem vistuð eru í skýinu, með öllum þeim kostum sem því fylgir, bæði varðandi aðgengi, öryggi og hagkvæmni. Það hefur gríðarmikið gerst í þessum málum síðustu tvö til þrjú ár upp á að gera þessar lausnir jafngóðar og mörgum tilfellum betri en þegar fólk er með forritin í tölvunni.“ Með því að nýta skýið segir Gestur möguleika fyrirtækja á hagræðingu í rekstri stóraukast. „Það er gríðarlega mikilvægt því þá er verið að kaupa þessa þjónustu alla í áskrift. Ef fyrirtæki er til dæmis með mikið af sumarstarfsmönnum þá er hægt kaupa forrit og annað sem nauðsynlegt er vegna þess, en draga svo aftur saman þegar sumri lýkur.“ Meðal þess sem boðið er upp á í skýjaumhverfi Microsoft er hýsing tölvukerfa, gagnahýsing og aðgangur að viðskiptahugbúnaði á borð við Microsoft Dynamics NAV bókhaldskerfi og Office 356 hugbúnaðarvöndulinn. Öll gögn, kerfi og hugbúnaður eru hýst hjá Advania á Íslandi.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira