"Copy/paste“-innleiðing stjórnarhátta og tískustrauma Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 21. janúar 2015 07:00 Góðir stjórnarhættir hafa undanfarið hlotið verðskuldaða athygli hluthafa og stjórna samhliða mikilli endurnýjun í stjórnum íslenskra félaga. Almenn umræða um aukna aðkomu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta að stjórnarháttum hefur einnig átt sér stað, s.s. með birtingu hluthafastefna, skilgreindum reglum um samskipti þeirra við stjórnir, valnefndir og samþykki starfskjarastefna. Slík þróun er jákvæð enda eðli stjórnarhátta að vera í sífelldri endurskoðun. Hér á landi og erlendis hefur innleiðing stjórnarhátta þó á köflum verið gagnrýnd fyrir „Copy/Paste“-eða „Tick in the Box“-innleiðingu, þ.e. yfirborðskennda innleiðingu meginreglna og jafnvel tískustrauma hverju sinni, sem endurspeglast t.d. í yfirstandandi endurskoðun OECD á meginreglum stjórnarhátta. Það gefur hins vegar augaleið að stjórnarhættir eiga að vera mismunandi eftir stjórnum og félögum hverju sinni. Breytileikann má t.d. rekja til þess hvort stjórn er rótgróin eða nýir aðilar skipi meirihluta hennar, hvort forstjóri hefur verið lengi í starfi eða ekki, samsetningu hluthafahóps og hvar umrætt félag er statt í aldri, rekstri, þróun, stefnumótun, fjármögnun og öðrum skuldbindingum o.s.frv. Yfirborðskennd innleiðing stjórnarhátta er því í besta falli skammgóður vermir og leiðir til þess að stjórnir og hluthafar fara á mis við mikilvægar upplýsingar, þekkingu og forsendur sem ella myndu leiða til betri ákvarðanatöku og stjórnarhátta og minnka líkur á mistökum. Ef vel á að vera er þörf á rýni í upplýsingar og gögn einstakra félaga sem eru stjórnum þeirra nauðsynleg til að axla ábyrgð á störfum sínum. Stjórnir þurfa að hafa þekkingu á hlutverki sínu í viðkomandi félagi og þekkja forsendur fyrir stjórnarstörfum og innleiða í stjórnarhætti félagsins. Þetta eru svokallaðir „lögboðnir stjórnarhættir“ sem vísa til skyldna viðkomandi félags og stjórnar samkvæmt ytri og innri skuldbindingum/skyldum þeirra. Með ytri háttum er t.d. átt við lög, reglur, starfsleyfi, lánssamninga og aðra samninga sem stjórnir hafa gert við þriðja aðila eða veitt umboð til gerðar á. Með innri þáttum er hins vegar t.d. átt við samþykktir, hluthafasamkomulög, skipurit, skipulag samstæðu, ráðningarsamning og starfslýsingu forstjóra. Einnig þurfa stjórnir að kynna sér hluthafastefnur einstakra fjárfesta ef þeim er til að dreifa. Endalaust má deila um hvernig tíma stjórna er best varið og hver forgangsröðun á að vera hverju sinni. Fjárfesting í kortlagningu og sértækri innleiðingu lögboðinna stjórnarhátta skapar stjórn ávallt betri forsendur til vandaðrar ákvarðanatöku, hvort heldur varðandi forgangsröðun verkefna, stefnumótun, umboð og upplýsingagjöf forstjóra, fjárfestingar og önnur verkefni. Þar fara hagsmunir félags, stjórnar og hluthafa saman. Höfundur er meðeigandi hjá Strategíu ehf. og stjórnarmaður í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Góðir stjórnarhættir hafa undanfarið hlotið verðskuldaða athygli hluthafa og stjórna samhliða mikilli endurnýjun í stjórnum íslenskra félaga. Almenn umræða um aukna aðkomu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta að stjórnarháttum hefur einnig átt sér stað, s.s. með birtingu hluthafastefna, skilgreindum reglum um samskipti þeirra við stjórnir, valnefndir og samþykki starfskjarastefna. Slík þróun er jákvæð enda eðli stjórnarhátta að vera í sífelldri endurskoðun. Hér á landi og erlendis hefur innleiðing stjórnarhátta þó á köflum verið gagnrýnd fyrir „Copy/Paste“-eða „Tick in the Box“-innleiðingu, þ.e. yfirborðskennda innleiðingu meginreglna og jafnvel tískustrauma hverju sinni, sem endurspeglast t.d. í yfirstandandi endurskoðun OECD á meginreglum stjórnarhátta. Það gefur hins vegar augaleið að stjórnarhættir eiga að vera mismunandi eftir stjórnum og félögum hverju sinni. Breytileikann má t.d. rekja til þess hvort stjórn er rótgróin eða nýir aðilar skipi meirihluta hennar, hvort forstjóri hefur verið lengi í starfi eða ekki, samsetningu hluthafahóps og hvar umrætt félag er statt í aldri, rekstri, þróun, stefnumótun, fjármögnun og öðrum skuldbindingum o.s.frv. Yfirborðskennd innleiðing stjórnarhátta er því í besta falli skammgóður vermir og leiðir til þess að stjórnir og hluthafar fara á mis við mikilvægar upplýsingar, þekkingu og forsendur sem ella myndu leiða til betri ákvarðanatöku og stjórnarhátta og minnka líkur á mistökum. Ef vel á að vera er þörf á rýni í upplýsingar og gögn einstakra félaga sem eru stjórnum þeirra nauðsynleg til að axla ábyrgð á störfum sínum. Stjórnir þurfa að hafa þekkingu á hlutverki sínu í viðkomandi félagi og þekkja forsendur fyrir stjórnarstörfum og innleiða í stjórnarhætti félagsins. Þetta eru svokallaðir „lögboðnir stjórnarhættir“ sem vísa til skyldna viðkomandi félags og stjórnar samkvæmt ytri og innri skuldbindingum/skyldum þeirra. Með ytri háttum er t.d. átt við lög, reglur, starfsleyfi, lánssamninga og aðra samninga sem stjórnir hafa gert við þriðja aðila eða veitt umboð til gerðar á. Með innri þáttum er hins vegar t.d. átt við samþykktir, hluthafasamkomulög, skipurit, skipulag samstæðu, ráðningarsamning og starfslýsingu forstjóra. Einnig þurfa stjórnir að kynna sér hluthafastefnur einstakra fjárfesta ef þeim er til að dreifa. Endalaust má deila um hvernig tíma stjórna er best varið og hver forgangsröðun á að vera hverju sinni. Fjárfesting í kortlagningu og sértækri innleiðingu lögboðinna stjórnarhátta skapar stjórn ávallt betri forsendur til vandaðrar ákvarðanatöku, hvort heldur varðandi forgangsröðun verkefna, stefnumótun, umboð og upplýsingagjöf forstjóra, fjárfestingar og önnur verkefni. Þar fara hagsmunir félags, stjórnar og hluthafa saman. Höfundur er meðeigandi hjá Strategíu ehf. og stjórnarmaður í atvinnulífinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun