Milljónasta klósettheimsóknin Margrét Guðmundsdóttir skrifar 21. janúar 2015 16:27 Íslendingar hafa lengi státað sig af óspilltri náttúru landsins og náttúran hefur verið helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins og sá þáttur sem við bæði leynt og ljóst teljum vera sérstöðu okkar í baráttunni um alþjóðlega ferðamenn. Hið sorglega er hins vegar að íslensk náttúra er ekki óspillt. Þegar landnámsmenn komu til landsins er því lýst sem skógi vöxnu milli fjalls og fjöru. Við Íslendingar tölum hins vegar oftast um náttúruna eins og hún sé alltaf eins. Uppblástur og sandfok hafa einkennt stór svæði landsins. Nú vill svo vel til að nýja Holuhraunið okkar sem þekur orðið yfir 80 ferkílómetra hefur breytt úr sér yfir svæði sem áður fyrr ollu miklu sandfoki. Hraunið er þannig að hjálpa okkur við að binda jarðveg. Ísland er sífellt að breytast og það er á okkar ábyrgð að gæta náttúrunnar. Á undanförnum fimmtán árum hef ég ásamt fjölskyldu minni komið að landgræðsluverkefni þar sem við höfum með dreifingu á heyi og áburðargjöf endurheimt landsvæði sem voru auðn eftir áralanga beit sauðfjár. Í dag höfum við plantað trjám í hluta af þessu svæði sem fyrir nokkrum áratugum voru svæði þakin íslenskum birkiskógi. Landgræðslan er enn að berjast fyrir fjárveitingum til að ná því markmiði að endurheimt gróðurs nái yfirhöndinni á árlegri gróðureyðingu. Skógrækt hefur mætt andstöðu þeirra sem finnst auðnin falleg þar sem ekki eigi að breyta neinu, en kyrrstaða er ekki til. Hekla umvafin birkiskógi er ekki síður falleg en Hekla í miðri eyðimörk. Nú er svo komið að helstu ferðamannastaðir landsins eru komnir að þolmörkum og yfirvöld reyna að spyrna við fótum. Landeigendur á þekktum ferðamannastöðum hafa hrópað á yfirvöld að bregðast við þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda ferðamanna, bæði innlendum og erlendum, á viðeigandi hátt. Íslendingar hafa í gegnum aldir verið gestrisnir og taka á móti gestum inni í stofu og dekka fallegt borð. Við notum ekki óhreinan borðbúnað frá fyrri viku þegar gesti ber að garði, en þannig er ástandið orðið á helstu perlum landsins. Deilt er um hvernig eigi að bregðast við. Yfirvöld hafa velt fyrir sér mörgum leiðum og engin ein leið virðist vera gallalaus. Eftir mikla vinnu og greiningu virðist náttúrupassinn sú leið sem við eigum auðveldast með að innleiða og halda okkur innan þess alþjóðlega lagaramma sem við verðum að taka tillit til. Gjaldið er 1.500 krónur og passinn gildir í þrjú ár. Þeir ferðamenn sem koma til landsins munu hafa fullan skilning á þessari gjaldtöku enda er hún vel þekkt erlendis, þótt útfærslan geti verið önnur. Fyrir okkur Íslendinga þá er spurningin hvort við, það er hvert okkar, séum tilbúin til að eyða andvirði eins kaffibolla á ári til að geta tekið á móti erlendum gestum með þeirri gestrisni og reisn sem hefur einkennt þessa þjóð í gegnum aldir. Mér finnst það ekki spurning og hvet alla til að styðja verkefnið með jákvæðu hugarfari þannig að við getum öll verið stolt af því að vera Íslendingar. Við verðum að muna að þegar kaffiboðinu lýkur, þurfa allir á einhverjum tímapunkti að komast á klósett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi státað sig af óspilltri náttúru landsins og náttúran hefur verið helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins og sá þáttur sem við bæði leynt og ljóst teljum vera sérstöðu okkar í baráttunni um alþjóðlega ferðamenn. Hið sorglega er hins vegar að íslensk náttúra er ekki óspillt. Þegar landnámsmenn komu til landsins er því lýst sem skógi vöxnu milli fjalls og fjöru. Við Íslendingar tölum hins vegar oftast um náttúruna eins og hún sé alltaf eins. Uppblástur og sandfok hafa einkennt stór svæði landsins. Nú vill svo vel til að nýja Holuhraunið okkar sem þekur orðið yfir 80 ferkílómetra hefur breytt úr sér yfir svæði sem áður fyrr ollu miklu sandfoki. Hraunið er þannig að hjálpa okkur við að binda jarðveg. Ísland er sífellt að breytast og það er á okkar ábyrgð að gæta náttúrunnar. Á undanförnum fimmtán árum hef ég ásamt fjölskyldu minni komið að landgræðsluverkefni þar sem við höfum með dreifingu á heyi og áburðargjöf endurheimt landsvæði sem voru auðn eftir áralanga beit sauðfjár. Í dag höfum við plantað trjám í hluta af þessu svæði sem fyrir nokkrum áratugum voru svæði þakin íslenskum birkiskógi. Landgræðslan er enn að berjast fyrir fjárveitingum til að ná því markmiði að endurheimt gróðurs nái yfirhöndinni á árlegri gróðureyðingu. Skógrækt hefur mætt andstöðu þeirra sem finnst auðnin falleg þar sem ekki eigi að breyta neinu, en kyrrstaða er ekki til. Hekla umvafin birkiskógi er ekki síður falleg en Hekla í miðri eyðimörk. Nú er svo komið að helstu ferðamannastaðir landsins eru komnir að þolmörkum og yfirvöld reyna að spyrna við fótum. Landeigendur á þekktum ferðamannastöðum hafa hrópað á yfirvöld að bregðast við þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda ferðamanna, bæði innlendum og erlendum, á viðeigandi hátt. Íslendingar hafa í gegnum aldir verið gestrisnir og taka á móti gestum inni í stofu og dekka fallegt borð. Við notum ekki óhreinan borðbúnað frá fyrri viku þegar gesti ber að garði, en þannig er ástandið orðið á helstu perlum landsins. Deilt er um hvernig eigi að bregðast við. Yfirvöld hafa velt fyrir sér mörgum leiðum og engin ein leið virðist vera gallalaus. Eftir mikla vinnu og greiningu virðist náttúrupassinn sú leið sem við eigum auðveldast með að innleiða og halda okkur innan þess alþjóðlega lagaramma sem við verðum að taka tillit til. Gjaldið er 1.500 krónur og passinn gildir í þrjú ár. Þeir ferðamenn sem koma til landsins munu hafa fullan skilning á þessari gjaldtöku enda er hún vel þekkt erlendis, þótt útfærslan geti verið önnur. Fyrir okkur Íslendinga þá er spurningin hvort við, það er hvert okkar, séum tilbúin til að eyða andvirði eins kaffibolla á ári til að geta tekið á móti erlendum gestum með þeirri gestrisni og reisn sem hefur einkennt þessa þjóð í gegnum aldir. Mér finnst það ekki spurning og hvet alla til að styðja verkefnið með jákvæðu hugarfari þannig að við getum öll verið stolt af því að vera Íslendingar. Við verðum að muna að þegar kaffiboðinu lýkur, þurfa allir á einhverjum tímapunkti að komast á klósett.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun