Ár leiðréttinganna! Gildir það fyrir eldri borgara? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 19. janúar 2015 09:00 Nýtt ár er gengið í garð. Á því ári mun hin mikla LEIÐRÉTTING ríkisstjórnarinnar verða að veruleika í formi lækkunar höfuðstóls fasteignalána hjá mörgum. Það mun eflaust koma sér vel hjá þeim sem hennar njóta og er það vel. Ef horft er til baka síðustu misserin má einnig sjá að leiðrétting er gerð á fleiri sviðum. Sem dæmi þá hafa margar stéttir opinberra starfsmanna nú fengið umtalsverða launaleiðréttingu. Þar standa stjórnvöld að verki, ríki og sveitarfélög. Ekki skal hér dregið í efa að þurft hafi að hækka og leiðrétta laun þessara aðila með tilliti til þess að þeir, eins og margir aðrir, tóku á sig verulegar kjaraskerðingar á árunum 2009-2013. Má kannski líta svo á að þetta verði ár leiðréttinga af hálfu stjórnvalda? Þá er rétt að rifja upp þær skerðingar sem eldri borgarar sem eru á eftirlaunum tóku á sig í „Hruninu“ og hvað hefur verið gert til að leiðrétta það. Vissulega er búið að gera eitthvað, en er það nóg? Forsætisráðherra sagði í nýársávarpi sínu að allar skerðingar á bótum almannatrygginga sem settar voru á 2009 hefðu verið dregnar til baka. Það er ekki rétt með farið hjá forsætisráðherra, en hins vegar má geta þess sem búið er að gera: 1. júlí 2009 var sett skerðing á greiðslu grunnlífeyris almannatrygginga vegna lífeyrisssjóðstekna. Það var leiðrétt 1. júlí 2013. Grunnlífeyrir er nú óskertur vegna lífeyrissjóðstekna. Atvinnutekjur sem fólk mátti hafa án skerðingar voru lækkaðar úr kr. 110.000 í 40.000 á mánuði. Það hefur verið dregið til baka, en gagnast mjög fáum því fáir ellilífeyrisþegar eru á vinnumarkaði. Þann 1. janúar 2014 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar lækkað úr 45% í 38,5% og heimilisuppbótar úr 13% í 11%. Þessar fjórar skerðingar hafa því verið afnumdar og færðar til fyrra horfs eða eins og var fyrir kreppuna. En fyrir árið 2009 voru aðeins 50% fjármagnstekna reiknaðar til skerðingar á lífeyri frá TR en síðustu ár hefur sú upphæð fjármagnstekna sem hefur ekki áhrif til skerðingar verið 98.640 kr. á ári, og er það enn óbreytt. Og stærsta málið er enn óleyst. Bætur almannatrygginga voru frystar í ákveðinni krónutölu 1. janúar 2009, og stóðu þannig til 1. júní 2011 eða í tvö og hálft ár. Þá voru nýir kjarasamningar að taka gildi og þar var ákvæði um að bætur almannatrygginga ættu að taka sömu hækkunum og lægstu laun. Þá var frystingin afnumin, sem hafði staðið á meðan verðbólgan óð áfram og fór mest í 17-18%. Það gefur því auga leið að þarna varð mikil kjararýrnun hjá þeim sem voru á lífeyri hjá TR. Jafnframt lækkuðu flestir lífeyrissjóðir sínar greiðslur til lífeyrisþega um allt að 16%. Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði á meðal þegnanna á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er gengið í garð. Á því ári mun hin mikla LEIÐRÉTTING ríkisstjórnarinnar verða að veruleika í formi lækkunar höfuðstóls fasteignalána hjá mörgum. Það mun eflaust koma sér vel hjá þeim sem hennar njóta og er það vel. Ef horft er til baka síðustu misserin má einnig sjá að leiðrétting er gerð á fleiri sviðum. Sem dæmi þá hafa margar stéttir opinberra starfsmanna nú fengið umtalsverða launaleiðréttingu. Þar standa stjórnvöld að verki, ríki og sveitarfélög. Ekki skal hér dregið í efa að þurft hafi að hækka og leiðrétta laun þessara aðila með tilliti til þess að þeir, eins og margir aðrir, tóku á sig verulegar kjaraskerðingar á árunum 2009-2013. Má kannski líta svo á að þetta verði ár leiðréttinga af hálfu stjórnvalda? Þá er rétt að rifja upp þær skerðingar sem eldri borgarar sem eru á eftirlaunum tóku á sig í „Hruninu“ og hvað hefur verið gert til að leiðrétta það. Vissulega er búið að gera eitthvað, en er það nóg? Forsætisráðherra sagði í nýársávarpi sínu að allar skerðingar á bótum almannatrygginga sem settar voru á 2009 hefðu verið dregnar til baka. Það er ekki rétt með farið hjá forsætisráðherra, en hins vegar má geta þess sem búið er að gera: 1. júlí 2009 var sett skerðing á greiðslu grunnlífeyris almannatrygginga vegna lífeyrisssjóðstekna. Það var leiðrétt 1. júlí 2013. Grunnlífeyrir er nú óskertur vegna lífeyrissjóðstekna. Atvinnutekjur sem fólk mátti hafa án skerðingar voru lækkaðar úr kr. 110.000 í 40.000 á mánuði. Það hefur verið dregið til baka, en gagnast mjög fáum því fáir ellilífeyrisþegar eru á vinnumarkaði. Þann 1. janúar 2014 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar lækkað úr 45% í 38,5% og heimilisuppbótar úr 13% í 11%. Þessar fjórar skerðingar hafa því verið afnumdar og færðar til fyrra horfs eða eins og var fyrir kreppuna. En fyrir árið 2009 voru aðeins 50% fjármagnstekna reiknaðar til skerðingar á lífeyri frá TR en síðustu ár hefur sú upphæð fjármagnstekna sem hefur ekki áhrif til skerðingar verið 98.640 kr. á ári, og er það enn óbreytt. Og stærsta málið er enn óleyst. Bætur almannatrygginga voru frystar í ákveðinni krónutölu 1. janúar 2009, og stóðu þannig til 1. júní 2011 eða í tvö og hálft ár. Þá voru nýir kjarasamningar að taka gildi og þar var ákvæði um að bætur almannatrygginga ættu að taka sömu hækkunum og lægstu laun. Þá var frystingin afnumin, sem hafði staðið á meðan verðbólgan óð áfram og fór mest í 17-18%. Það gefur því auga leið að þarna varð mikil kjararýrnun hjá þeim sem voru á lífeyri hjá TR. Jafnframt lækkuðu flestir lífeyrissjóðir sínar greiðslur til lífeyrisþega um allt að 16%. Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði á meðal þegnanna á Íslandi?
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun