Heilbrigðistryggingargjald renni til Landspítalans Reynir Arngrímsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun