Heilbrigðistryggingargjald renni til Landspítalans Reynir Arngrímsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing ráðherra ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands þann 8. janúar sl. vekur upp vonir um að nú geti hafist endurreisn heilbrigðiskerfisins. Til þess virðist vilji af beggja hálfu. Slíkt kostar peninga. Ef halda á í forsendur fjárlaga um jafnvægi í rekstri ríkissjóðs verða að koma til nýir tekjustofnar. Atvinnuleysi í landinu hefur farið lækkandi. Því ber að fagna en í stað þess að lækka tryggingargjald í skyndi skapast tækifæri fyrir átak í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Nýtum þennan tekjustofn nú, í svigrúmi sem gefst með batnandi atvinnuástandi, til að hleypa lífi í byggingarframkvæmdir Landspítalans. Slíkar framkvæmdir skapa atvinnutækifæri og minnka atvinnuleysið enn frekar. Eflum atvinnulífið með þessum hætti. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ef mæta á áætlunum um fjölgun Íslendinga og breytingum í aldurssamsetningu á komandi árum. Núverandi húsakostur spítalans er úr sér genginn, heldur ekki vatni og sum staðar orðinn heilsuspillandi. Skapa þarf mannsæmandi starfsaðstæður fyrir lækna, svo þeir geti unnið störf sín og beitt þekkingu sinni og þjálfun til fullnustu. Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála vaxið hægt og bítandi. Voru þá 5,5% af vergri landsframleiðslu. Framfarir í læknisfræði hafa verið gífurlegar síðan þá. Vaxandi ævilíkur Íslendinga og fyrirsjáanleg fjölgun í hópi 65 ára og eldri á næstu árum endurspegla það. Hæst fóru heildar heilbrigðisútgjöld árið 2003 þegar þau voru 10,4% af VLF, en hafa síðan aftur farið lækkandi. Árið 2013 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála komin niður í 8,81%, þar af voru útgjöld hins opinbera til málaflokksins 7,11% af VLF.Samfélagsleg ábyrgð Við erum því miður eftirbátar frændþjóða okkar svo um munar. Það sést á stöðu málaflokksins og þeim óróa sem ríkir þar. Við þurfum innspýtingu sem nemur þeim sparnaði sem hefur verið í viðhaldi og endurnýjun sjúkrahússins. Til að snúa þessari þróun við þarf að huga að fjármögnun kerfisins, afla nýrra tekjustofna eða færa til fjármagn hins opinbera og forgangsraða. Heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa einnig hækkað. Voru um 0,8% af VLF árið 1980. Fóru hæst í 1,84% árið 2003, en lægst á árinu 2007 eða 1,52%. Árið 2013 voru þau 1,69%. Hlutur heimilanna það ár var 19,2% af heildar heilbrigðisútgjöldum og námu um 32 milljörðum króna. Í samhengi má benda á að tekjur hins opinbera af hagnaði og tekjum lögaðila voru á sama ári 40 milljarðar eða aðeins um 5% af heildartekjum ríkisins. Í þessu ljósi vekja fregnir af háum arðgreiðslum stórfyrirtækja, útgerðar og bankastofnana athygli ekki síður en ofurlaun stjórnenda þeirra. Nú þurfa fyrirtækin í landinu, bankar og fjármálafyrirtæki og Samtök atvinnulífsins að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í endurreisninni og viðhaldi á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Uppbyggingu Landspítalans og hjúkrunarrýma. Samstaða um sérstakt heilbrigðistryggingargjald á fyrirtæki og hækkun álagsprósentu á tekjur og hagnað lögaðila og þrotabúaskattur með þetta að markmiði væri skref í áttina og virðingarvert framtak til þjóðarsjúkrahússins. Látum athafnir fylgja orðum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar