Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Þórdís Guðjónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Þegar ég hugsa um þetta geðorð „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“ detta mér fyrst í hug hugmyndir Eckhart Tolle úr bókinni „Mátturinn í núinu“. Oft erum við að flækja líf okkar að óþörfu með því að hugsa stöðugt um framtíðina og teljum að hamingjan sé þar. Eða að við erum með hugann við fortíðina og hugsum stöðugt um það sem miður hefur farið en gleymum að staldra við í núinu. Í formálanum í bókinni lýsir Tolle, sem hafði átt við langvarandi þunglyndi að stríða, hvernig honum leið eina andvökunótt eins og svo oft áður. Hann sá allt svart. Hann var farinn að hugsa: „Ég get ekki lifað með mér lengur.“ Allt í einu áttaði hann sig á því hvað hann var að hugsa. „Ég get ekki lifað með mér lengur“, eins og hann væri tvær manneskjur. Þar með skildi hann að hugurinn er ekki við sjálf, heldur erum við sjálf á bak við hugann og við getum nýtt okkur hann til að hjálpa okkur í stað þess að vera stöðugt undir stjórn hans. Eftir að Tolle varð þetta ljóst, sá hann allt í öðru ljósi. Hann hafði orðið fyrir hugljómun. Við það sofnaði hann vært og þegar hann vaknaði var allt bjartara. Hann sá umhverfið í allt öðru ljósi. Skynjun hans var betri, hann sá og heyrði allt betur. Hann komst að því að ef hugurinn er við stjórn, þá leitar hann í fortíðina, þá helst þegar okkur hefur liðið illa. Hann lætur okkur kvíða fyrir framtíðinni og fer sem minnst í núið.Njótum andartaksins Mér er í fersku minni þegar sonur minn sagði við mig þegar hann var lítill drengur, og einhver pirringur var á heimilinu: „Mikið vildi ég að jólin væru komin.“ Þegar ég bað hann um nánari útskýringu á þessum ummælum, þar sem jólin voru ekki í nánd, sagði hann: „Þá eru allir í svo góðu skapi.“ Ég lærði mikið af þessu. Það á ekki að þurfa jól til að við séum í góðu skapi. Við þurfum bara að vera meðvituð og ákveða í hvernig skapi við viljum vera. Tolle leggur ríka áherslu á að vera ekki að dæma það sem er, heldur að upplifa það og njóta þess. Hann vill líka að við setjum okkur markmið og ákveðum hvernig við ætlum að ná þeim, í framhaldi af því eigum við að einbeita okkur að því að vera í núinu og þá færumst við sjálfkrafa að markmiðunum. Hann segir að við getum ekki verið örugg um framtíðina. Eina sem við vitum, er að við eigum næsta andartak og við eigum að njóta þess. Það eru ýmsar leiðir til að komast í núið. Margir hugleiða reglulega til að komast í núið, aðrir fara á námskeið í gjörhygli (e. mindfulness) og enn aðrir lesa bækur til að þjálfa sig í að vera í núinu. Allt þetta kemur sér vel. Það er líka hægt að æfa sig með því að slaka á og hlusta á sinn eigin andardrátt í smá stund og komast þannig í núið. Í bókinni bendir Tolle á þrjá möguleika sem geta hjálpað þeim sem eru óánægðir með hlutskipti sitt og eru jafnvel stöðugt að kvarta undan því. Það er í fyrsta lagi að koma sér í burt frá vandamálinu, í öðru lagi að gera eitthvað til að breyta því, og í þriðja lagi að sætta sig við stöðuna eins og hún er og gera það til fulls.Greinin er sjötta greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hugsa um þetta geðorð „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“ detta mér fyrst í hug hugmyndir Eckhart Tolle úr bókinni „Mátturinn í núinu“. Oft erum við að flækja líf okkar að óþörfu með því að hugsa stöðugt um framtíðina og teljum að hamingjan sé þar. Eða að við erum með hugann við fortíðina og hugsum stöðugt um það sem miður hefur farið en gleymum að staldra við í núinu. Í formálanum í bókinni lýsir Tolle, sem hafði átt við langvarandi þunglyndi að stríða, hvernig honum leið eina andvökunótt eins og svo oft áður. Hann sá allt svart. Hann var farinn að hugsa: „Ég get ekki lifað með mér lengur.“ Allt í einu áttaði hann sig á því hvað hann var að hugsa. „Ég get ekki lifað með mér lengur“, eins og hann væri tvær manneskjur. Þar með skildi hann að hugurinn er ekki við sjálf, heldur erum við sjálf á bak við hugann og við getum nýtt okkur hann til að hjálpa okkur í stað þess að vera stöðugt undir stjórn hans. Eftir að Tolle varð þetta ljóst, sá hann allt í öðru ljósi. Hann hafði orðið fyrir hugljómun. Við það sofnaði hann vært og þegar hann vaknaði var allt bjartara. Hann sá umhverfið í allt öðru ljósi. Skynjun hans var betri, hann sá og heyrði allt betur. Hann komst að því að ef hugurinn er við stjórn, þá leitar hann í fortíðina, þá helst þegar okkur hefur liðið illa. Hann lætur okkur kvíða fyrir framtíðinni og fer sem minnst í núið.Njótum andartaksins Mér er í fersku minni þegar sonur minn sagði við mig þegar hann var lítill drengur, og einhver pirringur var á heimilinu: „Mikið vildi ég að jólin væru komin.“ Þegar ég bað hann um nánari útskýringu á þessum ummælum, þar sem jólin voru ekki í nánd, sagði hann: „Þá eru allir í svo góðu skapi.“ Ég lærði mikið af þessu. Það á ekki að þurfa jól til að við séum í góðu skapi. Við þurfum bara að vera meðvituð og ákveða í hvernig skapi við viljum vera. Tolle leggur ríka áherslu á að vera ekki að dæma það sem er, heldur að upplifa það og njóta þess. Hann vill líka að við setjum okkur markmið og ákveðum hvernig við ætlum að ná þeim, í framhaldi af því eigum við að einbeita okkur að því að vera í núinu og þá færumst við sjálfkrafa að markmiðunum. Hann segir að við getum ekki verið örugg um framtíðina. Eina sem við vitum, er að við eigum næsta andartak og við eigum að njóta þess. Það eru ýmsar leiðir til að komast í núið. Margir hugleiða reglulega til að komast í núið, aðrir fara á námskeið í gjörhygli (e. mindfulness) og enn aðrir lesa bækur til að þjálfa sig í að vera í núinu. Allt þetta kemur sér vel. Það er líka hægt að æfa sig með því að slaka á og hlusta á sinn eigin andardrátt í smá stund og komast þannig í núið. Í bókinni bendir Tolle á þrjá möguleika sem geta hjálpað þeim sem eru óánægðir með hlutskipti sitt og eru jafnvel stöðugt að kvarta undan því. Það er í fyrsta lagi að koma sér í burt frá vandamálinu, í öðru lagi að gera eitthvað til að breyta því, og í þriðja lagi að sætta sig við stöðuna eins og hún er og gera það til fulls.Greinin er sjötta greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun