Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Þórdís Guðjónsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Þegar ég hugsa um þetta geðorð „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“ detta mér fyrst í hug hugmyndir Eckhart Tolle úr bókinni „Mátturinn í núinu“. Oft erum við að flækja líf okkar að óþörfu með því að hugsa stöðugt um framtíðina og teljum að hamingjan sé þar. Eða að við erum með hugann við fortíðina og hugsum stöðugt um það sem miður hefur farið en gleymum að staldra við í núinu. Í formálanum í bókinni lýsir Tolle, sem hafði átt við langvarandi þunglyndi að stríða, hvernig honum leið eina andvökunótt eins og svo oft áður. Hann sá allt svart. Hann var farinn að hugsa: „Ég get ekki lifað með mér lengur.“ Allt í einu áttaði hann sig á því hvað hann var að hugsa. „Ég get ekki lifað með mér lengur“, eins og hann væri tvær manneskjur. Þar með skildi hann að hugurinn er ekki við sjálf, heldur erum við sjálf á bak við hugann og við getum nýtt okkur hann til að hjálpa okkur í stað þess að vera stöðugt undir stjórn hans. Eftir að Tolle varð þetta ljóst, sá hann allt í öðru ljósi. Hann hafði orðið fyrir hugljómun. Við það sofnaði hann vært og þegar hann vaknaði var allt bjartara. Hann sá umhverfið í allt öðru ljósi. Skynjun hans var betri, hann sá og heyrði allt betur. Hann komst að því að ef hugurinn er við stjórn, þá leitar hann í fortíðina, þá helst þegar okkur hefur liðið illa. Hann lætur okkur kvíða fyrir framtíðinni og fer sem minnst í núið.Njótum andartaksins Mér er í fersku minni þegar sonur minn sagði við mig þegar hann var lítill drengur, og einhver pirringur var á heimilinu: „Mikið vildi ég að jólin væru komin.“ Þegar ég bað hann um nánari útskýringu á þessum ummælum, þar sem jólin voru ekki í nánd, sagði hann: „Þá eru allir í svo góðu skapi.“ Ég lærði mikið af þessu. Það á ekki að þurfa jól til að við séum í góðu skapi. Við þurfum bara að vera meðvituð og ákveða í hvernig skapi við viljum vera. Tolle leggur ríka áherslu á að vera ekki að dæma það sem er, heldur að upplifa það og njóta þess. Hann vill líka að við setjum okkur markmið og ákveðum hvernig við ætlum að ná þeim, í framhaldi af því eigum við að einbeita okkur að því að vera í núinu og þá færumst við sjálfkrafa að markmiðunum. Hann segir að við getum ekki verið örugg um framtíðina. Eina sem við vitum, er að við eigum næsta andartak og við eigum að njóta þess. Það eru ýmsar leiðir til að komast í núið. Margir hugleiða reglulega til að komast í núið, aðrir fara á námskeið í gjörhygli (e. mindfulness) og enn aðrir lesa bækur til að þjálfa sig í að vera í núinu. Allt þetta kemur sér vel. Það er líka hægt að æfa sig með því að slaka á og hlusta á sinn eigin andardrátt í smá stund og komast þannig í núið. Í bókinni bendir Tolle á þrjá möguleika sem geta hjálpað þeim sem eru óánægðir með hlutskipti sitt og eru jafnvel stöðugt að kvarta undan því. Það er í fyrsta lagi að koma sér í burt frá vandamálinu, í öðru lagi að gera eitthvað til að breyta því, og í þriðja lagi að sætta sig við stöðuna eins og hún er og gera það til fulls.Greinin er sjötta greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hugsa um þetta geðorð „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu“ detta mér fyrst í hug hugmyndir Eckhart Tolle úr bókinni „Mátturinn í núinu“. Oft erum við að flækja líf okkar að óþörfu með því að hugsa stöðugt um framtíðina og teljum að hamingjan sé þar. Eða að við erum með hugann við fortíðina og hugsum stöðugt um það sem miður hefur farið en gleymum að staldra við í núinu. Í formálanum í bókinni lýsir Tolle, sem hafði átt við langvarandi þunglyndi að stríða, hvernig honum leið eina andvökunótt eins og svo oft áður. Hann sá allt svart. Hann var farinn að hugsa: „Ég get ekki lifað með mér lengur.“ Allt í einu áttaði hann sig á því hvað hann var að hugsa. „Ég get ekki lifað með mér lengur“, eins og hann væri tvær manneskjur. Þar með skildi hann að hugurinn er ekki við sjálf, heldur erum við sjálf á bak við hugann og við getum nýtt okkur hann til að hjálpa okkur í stað þess að vera stöðugt undir stjórn hans. Eftir að Tolle varð þetta ljóst, sá hann allt í öðru ljósi. Hann hafði orðið fyrir hugljómun. Við það sofnaði hann vært og þegar hann vaknaði var allt bjartara. Hann sá umhverfið í allt öðru ljósi. Skynjun hans var betri, hann sá og heyrði allt betur. Hann komst að því að ef hugurinn er við stjórn, þá leitar hann í fortíðina, þá helst þegar okkur hefur liðið illa. Hann lætur okkur kvíða fyrir framtíðinni og fer sem minnst í núið.Njótum andartaksins Mér er í fersku minni þegar sonur minn sagði við mig þegar hann var lítill drengur, og einhver pirringur var á heimilinu: „Mikið vildi ég að jólin væru komin.“ Þegar ég bað hann um nánari útskýringu á þessum ummælum, þar sem jólin voru ekki í nánd, sagði hann: „Þá eru allir í svo góðu skapi.“ Ég lærði mikið af þessu. Það á ekki að þurfa jól til að við séum í góðu skapi. Við þurfum bara að vera meðvituð og ákveða í hvernig skapi við viljum vera. Tolle leggur ríka áherslu á að vera ekki að dæma það sem er, heldur að upplifa það og njóta þess. Hann vill líka að við setjum okkur markmið og ákveðum hvernig við ætlum að ná þeim, í framhaldi af því eigum við að einbeita okkur að því að vera í núinu og þá færumst við sjálfkrafa að markmiðunum. Hann segir að við getum ekki verið örugg um framtíðina. Eina sem við vitum, er að við eigum næsta andartak og við eigum að njóta þess. Það eru ýmsar leiðir til að komast í núið. Margir hugleiða reglulega til að komast í núið, aðrir fara á námskeið í gjörhygli (e. mindfulness) og enn aðrir lesa bækur til að þjálfa sig í að vera í núinu. Allt þetta kemur sér vel. Það er líka hægt að æfa sig með því að slaka á og hlusta á sinn eigin andardrátt í smá stund og komast þannig í núið. Í bókinni bendir Tolle á þrjá möguleika sem geta hjálpað þeim sem eru óánægðir með hlutskipti sitt og eru jafnvel stöðugt að kvarta undan því. Það er í fyrsta lagi að koma sér í burt frá vandamálinu, í öðru lagi að gera eitthvað til að breyta því, og í þriðja lagi að sætta sig við stöðuna eins og hún er og gera það til fulls.Greinin er sjötta greinin af tíu í greinarröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun