200 ára afmæli Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar