Hafa karlar ekki sama rétt og konur á niðurgreiðslu? Hannes Ívarsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar