Hafa karlar ekki sama rétt og konur á niðurgreiðslu? Hannes Ívarsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar