Hanna Birna Sigurður Oddsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Mér blöskrar, hvernig pönkast hefur verið á Hönnu Birnu. Fyrrverandi ráðherrar, sem sviku mikið af því sem þeir lofuðu áður en þeir urðu ráðherrar, kröfðust þess að hún segði af sér. Það er erfitt að rökstyðja með tilliti til þess að þær Jóhanna og Svandís sátu sem fastast eftir að þær fengu á sig dóm. Svo steinhalda fyrrverandi kjafti um vafasöm viðskipti stjórnenda ríkisfyrirtækja við tengda aðila. Brjóta samkeppnislög og selja ríkiseignir til að standa skil á sektum. Hanna Birna átti fundi með lögreglustjóra, sem yfirmaður hans. Þá var sagt, að hún skipti sér af og vildi stjórna rannsókn á eigin ráðuneyti. Lögreglustjórinn bar það allt til baka. Hún var í viðtölum á báðum sjónvarpsstöðvunum sama kvöldið. Spyrjendur þvældu sömu spurningum fram og til baka í þeirri von, að hún segði eitthvað, sem þeir gætu túlkað henni í óhag. Í fréttum RÚV eftir viðtalið var lesið úr bréfi umboðsmanns Alþingis þannig að allt, sem hún sagði í viðtalinu hljómaði sem lygi. Daginn efir var forsíðufyrirsögn „GRUNUR UM STÓRVÆGILEG MISTÖK OG AFBROT RÁÐHERRA“. Í blaðinu voru glefsur úr bréfi umboðsmanns og skrifað „Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert.“ „…allt bendir til“ er sett sem varnagli og svo skrifað, eins og hún hafi brotið lög og skuli segja af sér. Ég sá sjónvarpsviðtölin og Fbl. las ég í háloftunum á leið til Frankfurt. Í tímalínu í Fbl. kom fram að: – 7. febrúar hóf lögregla rannsókn lekamálsins. – 18. mars og 3. maí átti Hanna Birna fund með lögreglustjóra. – 20. júní lauk rúmlega 5 mánaða rannsókn lögreglu. Hanna Birna spurði um gang málsins eftir 6 vikna rannsókn og svo aftur þremur mánuðum eftir að rannsókn hófst. Er eitthvað athugavert við að hún hafi spurt undirmann sinn um málið eftir stöðugt áreiti og truflun í starfi? Flestir atvinnurekendur hefðu rekið meir á eftir starfsmönnum sínum og líklegast rekið fyrir að drolla svona í vinnunni. Umboðsmaður hafði eftir lögreglustjóra: „Og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig, að þegar þessu máli yrði lokið þá væri alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannsaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.“ Er óeðlilegt að ráðherra vilji fyrirbyggja að aðrir geti lent í svipuðum aðstæðum og hún? Er það hægt án þess að rannsaka, hvers vegna rannsóknin tók svo langan tíma sem raun ber vitni? Hvar væri málið statt í dag hefði Hanna Birna sagt strax af sér? Hefði því þá nokkurn tíma lokið? Eftir að umboðsmaður Alþingis tók lögreglustjórann á eintal og birti það sem þeim fór á milli er komin ný staða. Orð gegn orði. Spurningin er hvort þeirra er trúverðugra, Hanna Birna eða lögreglustjórinn, sem er tvísaga.Sagði hann satt fyrir eða á fundinum með umboðsmanninum? Umboðsmaður skrifar í bréfi til Hönnu Birnu: „Ég tel ástæðu til að minna á, að það er ekki síst hlutverk eftirlitsaðila eins og umboðsmanns Alþingis að gæta að því að traust og trúnaður ríki um málefni stjórnsýslunnar og í samskiptum innan hennar og við borgarana.“ Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi Jóhanna og Steingrímur gengið þannig frá einhverjum gögnum að þau mættu ekki sjást fyrir en eftir 100 ár. Muni ég þetta rétt þá rýfur þessi gjörningur traust og trúnað stjórnsýslunnar við borgarana. Vænti ég þess að umboðsmaður, trúr hlutverki, sínu upplýsi, hvað þau vildu fela í langan mannsaldur. Mig minnir líka að hjá norrænu velferðarstjórninni skyldi allt vera kristaltært og uppi á borðinu. Það hlýtur að vera misminni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar