Skattaskjólið Ísland Gunnar Þór Gíslason skrifar 6. janúar 2015 00:00 Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun