Skattaskjólið Ísland Gunnar Þór Gíslason skrifar 6. janúar 2015 00:00 Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun