Skoðun

Verkin tala

Sigurður Már Jónsson skrifar
Markmið ríkisstjórnar Íslands er að tryggja hag heimilanna í landinu og efla atvinnulífið í þágu almennings. Allar ákvarðanir og aðgerðir ríkisstjórnarinnar taka mið af því markmiði. Á aðeins 19 mánuðum hefur margt áunnist og kúvending orðið í mörgum mikilvægum málaflokkum.

Tökum nokkur dæmi:

  • Fjárveitingar til Landspítalans eru hærri á árinu 2015 en nokkru sinni áður, eða 49,4 milljarðar króna.
  • Fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítalanum hafa verið margfaldaðar og verða á þessu ári 1.445 milljónir. Það er sjöföld sú upphæð sem fór til tækjakaupa að meðaltali á árunum 2007 – 2012. Þá verður 945 milljónum króna varið á árinu í uppbyggingu nýs Landspítala.
  • Lyfjakostnaður einstaklinga lækkar með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins og lækkun á virðisaukaskatti.
  • Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna yngri en 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands.
  • Fjárveitingar til félagsmála hafa aldrei verið hærri en á árinu 2015.
  • Barnabætur hækka um tæplega 16% á árinu 2015 sem nýtist tekjulægri fjölskyldum. Samanlagt munu útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu barnabóta hækka um 1,3 milljarða króna.
  • Tekjuviðmið vegna uppbótar á lífeyri hækka um 12,5% frá 1. janúar.
  • Fjárveitingar til Ríkisútvarpsins hækka á þessu ári um 300 milljónir frá því síðasta og verða 3,7 milljarðar króna.
  • 40 milljörðum króna hefur verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning.
  • Fjárlög skila nú afgangi, annað árið í röð, öfugt við halla áranna á undan.
  • Stuðningur við nýsköpun og vísindastarf hefur tekið stakkaskiptum og nemur 2,8 milljörðum króna á næstu tveimur árum.
  • Starfsemi á sviði menningararfs hefur stóreflst og fjöldi starfa skapast.
  • Störfum í landinu hefur fjölgað um 6.000 þúsund.
  • Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána er komin til framkvæmda og kemur þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar

Fleira mætti nefna en dæmin sýna að ríkisstjórn Íslands lætur verkin tala. Hún vinnur í fullu samræmi við umboðið sem þjóðin veitti henni í alþingiskosningunum 2013 og forgangsraðar í takt við gefin loforð.




Skoðun

Sjá meira


×