Staða ferðaþjónustunnar í íslensku samfélagi Ólöf Ýrr Atladóttir skrifar 2. janúar 2015 06:45 I. Sérstaða ferðaþjónustu sem atvinnugreinar Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum notið vaxandi og réttmætrar athygli sem ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Mikilvægi hennar kristallast ekki síst í því hversu víða hún kemur við sögu í efnahagslífi þjóðarinnar: sem grunnurinn að sköpun starfa, sem ein mikilvægasta stoðin undir byggðafestu, vegna óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar og tengingar við atvinnulífið á nær öllum sviðum og ekki síst sem ein meginleiðin fyrir gjaldeyrisflæði inn í landið. Ferðamönnum hefur fjölgað um og yfir 20% á ári frá 2011 samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Árið 2013 voru um 807 þúsund erlendir ríkisborgarar taldir á Keflavíkurflugvelli, sem var um 21% fjölgun frá fyrra ári og fjölgunin árið 2014 verður á svipuðu róli. Neysla erlendra ferðamanna var um 209 mi.kr., um 234 þús.kr. á mann, og hlutur atvinnugreinarinnar í gjaldeyristekjum var um 27%. Um 6-7% af innlendu vinnuafli starfaði við greinina og hún átti um 7-7,5% af vergri landframleiðslu. Ferðaþjónustan skiptir máli fyrir Íslendinga, en við skiptum líka öllu máli fyrir hana.Einkenni ferðaþjónustunnar Ef til vill má segja að ferðaþjónustan og hið opinbera tengist nánari böndum en á við um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan byggir á fjölmörgum stoðum sem teljast til verkefna hins opinbera. Má þar nefna skipulagsmál, samgöngukerfið, umhverfisvernd og uppbyggingu á svæðum sem eru í sameiginlegri eigu þjóðarinnar, menntun og þjálfun ungs fólks, skilvirkt regluverk og áherslur sem grundvallast á gæðum og fagmennsku. Ferðaþjónustan grundvallast á gestrisni heimamanna og allt þetta þarf að spila saman til að tryggja einstæða og áfallalausa upplifun gesta. Hið opinbera, hvort heldur eru ríki eða sveitarfélög, þarf því að taka bæði tillit til tekna (sem koma inn t.d. með eflingu atvinnulífs, auknum skatt- og útsvarstekjum og aukinni neyslu) og rekstrar, þar sem bæði þarf að gera ráð fyrir ákveðinni þjónustu og rekstrarkostnaði vegna ferðaþjónustunnar í áætlanagerð. Sérstaða ferðaþjónustunnar felst auk heldur í því að hana er ekki hægt að útvista. Íslensk ferðaþjónusta getur aðeins verið reidd fram á Íslandi; og sérstaða einstakra landshluta verður ekki flutt úr stað. Vörurnar sem boðnar eru fram, þjónustan og upplifunin, verður til á staðnum, skapar staðbundin tækifæri og framtíðarstörf ef vel er að málum staðið. Jafnframt þýðir þetta að vel þarf að vanda til verka, hlúa að sprotunum og tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Ekki er hægt að flytja starfsemina eitthvert annað ef kemur í ljós að staðbundið álag á auðlindir er of mikið.Mótun stefnu og framtíðarsýnar Á haustdögum var sett af stað vinna við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um er að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem unnið er í samvinnu hins opinbera og atvinnulífsins, enda tómt mál að tala um eftirfylgni við ferðamálastefnu er allir hagsmunaaðilar finna ekki til ábyrgðar og eignarhalds á stefnunni. Um mikilvægi vandaðrar stefnumótunar og áætlanagerðar þarf ekki að fjölyrða. Sér í lagi þegar um er að ræða atvinnugrein sem teygir sig inn á svið flestra mannlegra athafna. Fyrirhugað er að skila niðurstöðum þessarar vinnu á vordögum, en á þessari stundu er ekki úr vegi að huga að því hver verkefnin til næstu ára gætu verið – og á næstunni mun ég setja fram í nokkrum greinum sýn mína á það hver okkar mikilvægustu verkefni eru á næstu árum.Grundvöllur ferðaþjónustunnarFerðaþjónustan er skrýtin skepna. Sumir vilja meina að hún sé í raun ekki ein atvinnugrein, heldur margar, sem tvinnast saman með flóknum hætti á grunni gagnkvæmra hagsmuna. Auk þess eru hagsmunir samfélags og ferðaþjónustu líkast til samtvinnaðri en gildir um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan er háð og hefur áhrif á margvíslega þjónustu sem við teljum okkur eiga heimtingu á sem samfélagsþegnar, s.s. á sviði samgöngumála, öryggismála, heilbrigðismála og umhverfismála. Uppbygging ferðaþjónustunnar grundvallast á skipulagsmálum, sem við treystum kjörnum fulltrúum okkar til að taka ákvarðanir um – ákvarðanir sem geta haft áhrif á lífsgæði okkar og barnanna okkar um ókomna framtíð. Ferðaþjónustan er þjónustugrein, og sem slík beinist hún að heimamönnum líka, ekki síður en ferðamönnum og þar að auki þarf hún að grundvallast á gæðum og fagmennsku, vegna þess að orðsporið fer víða á skömmum tíma nú til dags – og orðsporið er það sem á endanum ber hróður okkar sem gestgjafaþjóðar til þeirra sem við viljum að sækjum okkur heim. Á næstunni mun ég í frekari skrifum setja fram sýn Ferðamálastofu á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þær auðlindir sem hún byggir á og hvernig við getum tryggt að hún þróist áfram í sátt við land og samfélag.Grein Ólafar er sú fyrsta af fjórum um sama málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
I. Sérstaða ferðaþjónustu sem atvinnugreinar Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum notið vaxandi og réttmætrar athygli sem ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Mikilvægi hennar kristallast ekki síst í því hversu víða hún kemur við sögu í efnahagslífi þjóðarinnar: sem grunnurinn að sköpun starfa, sem ein mikilvægasta stoðin undir byggðafestu, vegna óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar og tengingar við atvinnulífið á nær öllum sviðum og ekki síst sem ein meginleiðin fyrir gjaldeyrisflæði inn í landið. Ferðamönnum hefur fjölgað um og yfir 20% á ári frá 2011 samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Árið 2013 voru um 807 þúsund erlendir ríkisborgarar taldir á Keflavíkurflugvelli, sem var um 21% fjölgun frá fyrra ári og fjölgunin árið 2014 verður á svipuðu róli. Neysla erlendra ferðamanna var um 209 mi.kr., um 234 þús.kr. á mann, og hlutur atvinnugreinarinnar í gjaldeyristekjum var um 27%. Um 6-7% af innlendu vinnuafli starfaði við greinina og hún átti um 7-7,5% af vergri landframleiðslu. Ferðaþjónustan skiptir máli fyrir Íslendinga, en við skiptum líka öllu máli fyrir hana.Einkenni ferðaþjónustunnar Ef til vill má segja að ferðaþjónustan og hið opinbera tengist nánari böndum en á við um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan byggir á fjölmörgum stoðum sem teljast til verkefna hins opinbera. Má þar nefna skipulagsmál, samgöngukerfið, umhverfisvernd og uppbyggingu á svæðum sem eru í sameiginlegri eigu þjóðarinnar, menntun og þjálfun ungs fólks, skilvirkt regluverk og áherslur sem grundvallast á gæðum og fagmennsku. Ferðaþjónustan grundvallast á gestrisni heimamanna og allt þetta þarf að spila saman til að tryggja einstæða og áfallalausa upplifun gesta. Hið opinbera, hvort heldur eru ríki eða sveitarfélög, þarf því að taka bæði tillit til tekna (sem koma inn t.d. með eflingu atvinnulífs, auknum skatt- og útsvarstekjum og aukinni neyslu) og rekstrar, þar sem bæði þarf að gera ráð fyrir ákveðinni þjónustu og rekstrarkostnaði vegna ferðaþjónustunnar í áætlanagerð. Sérstaða ferðaþjónustunnar felst auk heldur í því að hana er ekki hægt að útvista. Íslensk ferðaþjónusta getur aðeins verið reidd fram á Íslandi; og sérstaða einstakra landshluta verður ekki flutt úr stað. Vörurnar sem boðnar eru fram, þjónustan og upplifunin, verður til á staðnum, skapar staðbundin tækifæri og framtíðarstörf ef vel er að málum staðið. Jafnframt þýðir þetta að vel þarf að vanda til verka, hlúa að sprotunum og tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Ekki er hægt að flytja starfsemina eitthvert annað ef kemur í ljós að staðbundið álag á auðlindir er of mikið.Mótun stefnu og framtíðarsýnar Á haustdögum var sett af stað vinna við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um er að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem unnið er í samvinnu hins opinbera og atvinnulífsins, enda tómt mál að tala um eftirfylgni við ferðamálastefnu er allir hagsmunaaðilar finna ekki til ábyrgðar og eignarhalds á stefnunni. Um mikilvægi vandaðrar stefnumótunar og áætlanagerðar þarf ekki að fjölyrða. Sér í lagi þegar um er að ræða atvinnugrein sem teygir sig inn á svið flestra mannlegra athafna. Fyrirhugað er að skila niðurstöðum þessarar vinnu á vordögum, en á þessari stundu er ekki úr vegi að huga að því hver verkefnin til næstu ára gætu verið – og á næstunni mun ég setja fram í nokkrum greinum sýn mína á það hver okkar mikilvægustu verkefni eru á næstu árum.Grundvöllur ferðaþjónustunnarFerðaþjónustan er skrýtin skepna. Sumir vilja meina að hún sé í raun ekki ein atvinnugrein, heldur margar, sem tvinnast saman með flóknum hætti á grunni gagnkvæmra hagsmuna. Auk þess eru hagsmunir samfélags og ferðaþjónustu líkast til samtvinnaðri en gildir um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan er háð og hefur áhrif á margvíslega þjónustu sem við teljum okkur eiga heimtingu á sem samfélagsþegnar, s.s. á sviði samgöngumála, öryggismála, heilbrigðismála og umhverfismála. Uppbygging ferðaþjónustunnar grundvallast á skipulagsmálum, sem við treystum kjörnum fulltrúum okkar til að taka ákvarðanir um – ákvarðanir sem geta haft áhrif á lífsgæði okkar og barnanna okkar um ókomna framtíð. Ferðaþjónustan er þjónustugrein, og sem slík beinist hún að heimamönnum líka, ekki síður en ferðamönnum og þar að auki þarf hún að grundvallast á gæðum og fagmennsku, vegna þess að orðsporið fer víða á skömmum tíma nú til dags – og orðsporið er það sem á endanum ber hróður okkar sem gestgjafaþjóðar til þeirra sem við viljum að sækjum okkur heim. Á næstunni mun ég í frekari skrifum setja fram sýn Ferðamálastofu á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þær auðlindir sem hún byggir á og hvernig við getum tryggt að hún þróist áfram í sátt við land og samfélag.Grein Ólafar er sú fyrsta af fjórum um sama málefni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar