Innlent

Jöfn umgengni henti betur en „gamaldags helgarpabba fyrirkomulag“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Stjórn Félags um foreldrajafnrétti segir viku og viku skiptingu barna henta betur.
Stjórn Félags um foreldrajafnrétti segir viku og viku skiptingu barna henta betur. vísir/getty
Stjórn Félags foreldra um jafnrétti vill benda á að fyrir liggi fjölmargar nýlegar rannsóknir um umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað sem bendi til þess að jöfn umgengni henti börnum alla jafna betur en „gamaldags helgarpabba fyrirkomulag“. Niðurstöður sýni fram á að börn sem hafi jafnan aðgang að báðum foreldrum eftir skilnað aðlagist betur námslega, tilfinningalega, heilsufarslega og fjárhagslega en börn sem hafi ekki aðgang að báðum foreldrum sínum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í ljósi fréttar á Vísi þar sem rætt var við Margréti Bárðardóttur sálfræðing um málaflokkinn. Hún sagði að oftar en ekki væri lögð meiri áhersla á rétt foreldris en barns við skilnað. Viku og viku skipting henti alls ekki öllum börnum.

Félagið segist ekki hafa fundið neinar viðurkenndar samanburðarrannsóknir um mismunandi búsetuform barna sem bendi til þess að það henti börnum betur að vera að mestu eða öllu leyti hjá öðru foreldri sínu.

„Félag um foreldrajafnrétti telur, með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna, að almenna reglan eigi að vera jöfn umgengni en við sérstakar aðstæður er rétt að takmarka umgengni barna við foreldri,“ segir í tilkynningunni. Þá vill stjórnin vita til hvaða rannsókna Margrét vísar í en í tilkynningunni er vísað í nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið um málaflokkkinn, til dæmis íslenska rannsókn


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×