Vagnstjórar ekki áminntir vegna frásagnar Bjarna af „fokk-jú“ merki Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2015 15:28 „Hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn,“ segir Bjarni. Vísir Vagnstjórar Strætó hafa ekki verið sérstaklega áminntir vegna frásagnar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra af því að sami vagnstjórinn hafi ítrekað sýnt Bjarna „puttann“ við Stjórnarráðsbygginguna fyrir tveimur árum. „Enda er ekki hægt að finna út úr því hver þetta er nema formleg ábending komi inn,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir, sviðstjóri hjá Strætó. „Það þarf að koma formleg ábending vegna framkomu bílstjóra og það fer þá bara inn í rafrænt ábendingarkerfi hér og til næsta yfirmanns. Ég get náttúrulega ekki verið að fara yfir það hvort þessi tiltekni aðili hafi verið tekinn fyrir.“ Í viðtali í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni sagði Bjarni vagnstjórann oft hafa mætt fyrir utan Stjórnarráðið þegar Bjarni var að koma út af ríkisstjórnarfundi stuttu eftir þingkosningarnar 2013. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn,“ sagði Bjarni. „Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Júlía segir þessa meintu framkomu vagnstjórans með öllu ólíðandi. Hafi Bjarni eða einhver annar kvartað undan henni, hafi verið tekið á því á sínum tíma. „Það er bara mjög strangt kerfi innan Strætó varðandi framkomu vagnstjóra og þær ábendingar og kvartanir sem hingað inn berast. Næsta yfirmanni ber að ræða við viðkomandi, bregðast við og skrá það svo inn í kerfið til úrbóta. Til varnar því að þetta gerist þá nokkurn tímann aftur.“ Tengdar fréttir Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann „Það var einhver bílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu,“ segir fjármálaráðherra. 16. maí 2015 17:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Vagnstjórar Strætó hafa ekki verið sérstaklega áminntir vegna frásagnar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra af því að sami vagnstjórinn hafi ítrekað sýnt Bjarna „puttann“ við Stjórnarráðsbygginguna fyrir tveimur árum. „Enda er ekki hægt að finna út úr því hver þetta er nema formleg ábending komi inn,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir, sviðstjóri hjá Strætó. „Það þarf að koma formleg ábending vegna framkomu bílstjóra og það fer þá bara inn í rafrænt ábendingarkerfi hér og til næsta yfirmanns. Ég get náttúrulega ekki verið að fara yfir það hvort þessi tiltekni aðili hafi verið tekinn fyrir.“ Í viðtali í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni sagði Bjarni vagnstjórann oft hafa mætt fyrir utan Stjórnarráðið þegar Bjarni var að koma út af ríkisstjórnarfundi stuttu eftir þingkosningarnar 2013. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn,“ sagði Bjarni. „Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Júlía segir þessa meintu framkomu vagnstjórans með öllu ólíðandi. Hafi Bjarni eða einhver annar kvartað undan henni, hafi verið tekið á því á sínum tíma. „Það er bara mjög strangt kerfi innan Strætó varðandi framkomu vagnstjóra og þær ábendingar og kvartanir sem hingað inn berast. Næsta yfirmanni ber að ræða við viðkomandi, bregðast við og skrá það svo inn í kerfið til úrbóta. Til varnar því að þetta gerist þá nokkurn tímann aftur.“
Tengdar fréttir Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann „Það var einhver bílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu,“ segir fjármálaráðherra. 16. maí 2015 17:56 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann „Það var einhver bílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu,“ segir fjármálaráðherra. 16. maí 2015 17:56