Hágrét eftir fréttirnar: „Hann hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir“ Anna Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2015 10:15 Katrín Björgvinsdóttir er fjórði Íslendingurinn til að komast inn í hinn virta kvikmyndaskóla Den Danske Filmskole. vísir/valli „Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
„Ég sat á fimmtán manna fundi þegar ég fékk póstinn frá skólanum að tilkynna mér að ég hefði komist inn og ég bara gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Katrín Björgvinsdóttir, en hún er ein af sex einstaklingum sem fengu inngöngu í danska kvikmyndaskólann, Den Danske Filmskole, í Kaupmannahöfn. „Ég byrjaði að skjálfa og hágrenja og öskraði svo á Baldvin leikstjóra sem ég er að vinna með. Hann fékk áfall og hélt hreinlega að allir sem ég þekki væru dánir. Ég tilkynnti honum svo á milli ekkasoga að ég hefði komist inn í skólann,“ segir Katrín og hlær. Hún segist ekki hafa verið búin undir fréttirnar og segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart. „Eftir fréttirnar reyndi ég að einbeita mér í vinnunni og sat á fjögurra tíma fundi, enn í sjokki,“ segir Katrín. Skólinn er einn fremsti kvikmyndaskóli á Norðurlöndunum og mun Katrín stunda nám í leikstjórn. „Það verður frábært að fara að einbeita sér að þessu. Þetta hefur verið mjög erfitt og dýrt ferli, enda hef ég farið fjórum sinnum út á þessu ári í viðtöl, námskeið og skrifleg próf,“ segir Katrín og hefur meðal annars tekið þátt í vikulöngu námskeiði á vegum skólans. Hún hefur unnið við framleiðslu á ýmsum verkefnum frá árinu 2006 og skrifaði meðal annars handrit og framleiddi þættina Hæ Gosi. Hún segist þó spennt að færa sig yfir á listrænni braut. Katrín er að vinna hjá Saga Film að þriðju seríu af sakamálaþáttunum Rétti. Hún heldur síðan út í skólann í september, en námið er fjögur ár.Den Danske Filmskole var stofnaður árið 1966 og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í tengslum við kvikmyndir, sjónvarp og gerð handrita. Aðeins 96 stunda nám við skólann og því ljóst að erfitt er að komast inn og umsóknarferlið er langt. Meðal nemenda sem útskrifast hafa úr skólanum er þekkti danski leikstjórinn Lars Von Trier.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira