Viðskipti innlent

Litabækur seljast fyrir fimmtíu milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Samtals nemur sala á þremur vinsælum litabókum 45,4 milljónum króna á árinu.
Samtals nemur sala á þremur vinsælum litabókum 45,4 milljónum króna á árinu. Vísis/Anton
Litabækur fyrir fullorðna voru kynntar í búðum hér á landi á árinu, þrjár vinsælar bækur hafa selst fyrir tæplega fimmtíu milljónir á árinu.

Forlagið hefur aðeins gefið út eina litabók, Litabókina hans Nóa, sem selst hefur í þrjú þúsund eintökum að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins. Bókin kostar 2.290 krónur hjá Forlaginu. Sé miðað við það verð hefur bókin selst fyrir 6,87 milljónir á árinu. Egill Örn segir að fleiri litabækur séu á teikniborðinu. „Þetta litabókaæði byrjaði úti í heimi fyrir um það bil ári. Það er búið að leggja bókamarkaðinn í heiminum að nokkru leyti undir sig og dómínera metsölulista úti um allan heim. Ísland er þar engin undantekning þó svo að við höfum verið aðeins seinna á ferðinni en í nágrannalöndunum,“ segir Egill Örn.

Leynigarðurinn og Týnda hafið hafa selst í 11 þúsund eintökum. Fréttablaðið/Anton
Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti, segir að samanlagt hafi Leynigarðurinn og Týnda hafið selst í 11 þúsund eintökum. Leynigarðurinn, sem gefin var út í júní, hefur selst í 8.000 eintökum að sögn útgefanda, hún kostar 3.500 krónur og hefur því selst fyrir 28 milljónir. Týnda hafið hefur selst í 3.000 eintökum síðan hún kom út í byrjun nóvember. Bókin kostar 3.500 krónur og hefur því selst fyrir 10,5 milljónir.

Samtals nemur sala á litabókunum þremur því 45,4 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×