300 þúsund er lágmark Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2015 00:00 Tryggja þarf öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi þessa lágmarksframfærslu.Dregið úr skerðingum Ríkisstjórn Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins setti það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja var hækkað. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðatekna var hækkað. Víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt. Skerðingahlutfall tekjutryggingar var lækkað í 38,35 % þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum króna hærri á ári en annars væri.Bætur hækka afturvirkt Þær aðgerðir sem snúa að almannatryggingakerfinu á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða, þann 1. janúar 2016 sem er hækkun upp á 9,7 %. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem er afturvirk hækkun vegna meðaltals launaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltals launaþróunar á árinu 2015 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015 – 2016 eru því samtals 18,5 milljarðar.26,8 milljarða hækkun Samtals skila aðgerðir á kjörtímabilinu því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið. Það eru 26,8 milljarðar sem fara beint til aldraða og öryrkja, samtals 17,1 % hækkun. Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til almannatrygginga 77 milljörðum. Í fjárlögum núverandi ríkisstjórnar nemur heildarfjármagn 103 milljörðum. Margt hefur verið gert, en við verðum að halda áfram að gefa í. Þess vegna ítrekuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar það í störfum þingsins núna í morgun að ríkisstjórnin eigi að tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Tryggja þarf öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi þessa lágmarksframfærslu.Dregið úr skerðingum Ríkisstjórn Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins setti það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja var hækkað. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðatekna var hækkað. Víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt. Skerðingahlutfall tekjutryggingar var lækkað í 38,35 % þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum króna hærri á ári en annars væri.Bætur hækka afturvirkt Þær aðgerðir sem snúa að almannatryggingakerfinu á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða, þann 1. janúar 2016 sem er hækkun upp á 9,7 %. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem er afturvirk hækkun vegna meðaltals launaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltals launaþróunar á árinu 2015 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015 – 2016 eru því samtals 18,5 milljarðar.26,8 milljarða hækkun Samtals skila aðgerðir á kjörtímabilinu því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið. Það eru 26,8 milljarðar sem fara beint til aldraða og öryrkja, samtals 17,1 % hækkun. Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til almannatrygginga 77 milljörðum. Í fjárlögum núverandi ríkisstjórnar nemur heildarfjármagn 103 milljörðum. Margt hefur verið gert, en við verðum að halda áfram að gefa í. Þess vegna ítrekuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar það í störfum þingsins núna í morgun að ríkisstjórnin eigi að tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar