Innlent

Fimm milljónir söfnuðust með Göngum saman

Linda Blöndal skrifar
Brjóstabollur seldust eins og heitar lummur í dag. Ágóðinn rennur til rannsókna brjóstakrabbameins.
Brjóstabollur seldust eins og heitar lummur í dag. Ágóðinn rennur til rannsókna brjóstakrabbameins.
Gengið var víðar um land í morgun en áður í hinni árlegu Mæðradagsgöngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Allt fé rennur óskipt til grunnrannsókna og allir sem að göngunni koma vinna sjálfboðastarf. Brjóstabollur með kaffinu seldust víða upp í bakaríum en áætlað er að fimm milljónir króna hafi safnast.

Um eitt þúsund manns tók þátt í Reykjavík en gengið var í alls 15 sveitarfélögum um landið. Grasrótarfélagið Göngum saman hefur skipulagt slíka göngu síðan árið 2007. Í Reykjavík var gengið frá háskólatorginu en þar kynntu íslenskir vísindamenn, sem þegið hafa styrki félagsins, líka störf sín. 

Tíu milljónir til rannsókna í ár

Stefnt er á veita styrki upp á tíu milljónir í haust líkt og í fyrra en úthlutað er í oktober ár hvert. Áætlað er að það hafi safnast fimm milljónir í dag.  

Tekið var við frjálsum framlögum en líka var hægt að kaupa sérhannaðan varning sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Jör. Alls hafa safnast 50 milljónir í göngum undanfarin ár.

Brjóstabollur alls staðar

Landssamband bakarameistara var sem fyrr í samstarfi við samtökin og bökuðu brjóstabollur í tilefni dagsins sem öll bakarí seldu. Bollurnar runnu ljúflega niður um leið og andvirði þeirra rann til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Hefðbundnar safnanir á vegum Krabbameinsfélagsins hafa ekki nema að takmörkuðum hluta runnið í vísindarannsóknir. Mikil eftirspurn er styrkjum Göngum saman en sérvalinn hópur sérfræðinga er fenginn til að mæla með úthlutun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×