Utanríkisráðherra sækir ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Iqaluit Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2015 14:55 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fór í Iqaluit í Norður-Kanada. Fundinn sóttu ráðherrar norðurskautsríkjanna átta, fulltrúar frumbyggjasamtaka, áheyrnarríki og formenn vinnuhópa Norðurskautsráðsins. Ráðherrar norðurskautsríkjanna undirrituðu yfirlýsingu þar sem þeir sammæltust um að vinna saman að samkomulagi um loftslagsmál í París í desember 2015. „Þá samþykktu ríkin að efla samvinnu um forvarnir gegn olíumengun á hafsvæðum norðurslóða og staðfestu jafnframt markmið um að vinna að því að draga úr mengunarvöldum eins og sóti og metani. Á sama tíma munu ríkin eiga samstarf um hreina og endurnýjanlega orkugjafa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í ávarpi sínu lagði Gunnar Bragi áherslu á frið, stöðugleika og samvinnu á norðurslóðum og að norðurskautsríkin deildu ábyrgð á sjálfbærni og vernd svæðisins. „Eitt af meginhlutverkum ráðsins væri að tryggja umhverfis- og borgaralegt öryggi á norðurslóðum og mikilvægt væri að efla enn frekar hagnýtt samstarf, meðal annars byggt á samningum ríkjanna um leit og björgun og viðbrögð við olíumengun. Lagði Gunnar Bragi áherslu á velsæld íbúa og samfélaga á norðurslóðum og mikilvægi mannauðs. Vísaði ráðherra í nýútkomnar skýrslur undir forystu Íslands um mannvistarþróun og jafnréttismál á norðurslóðum. Sagði hann jafna þátttöku karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins lykil að sjálfbærri þróun á svæðinu og hvatti hann samráðherra sína til að tryggja aukinn þátt jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins. Fráfarandi formaður Norðurskautsráðsins og umhverfisráðherra Kanada, Leona Aglukkaq stýrði fundinum og John Kerry, utanríkisráðherra og nýr formaður Norðurskautsráðsins, kynnti formennskuáætlun Bandaríkjanna 2015-2017. Á meðal þess sem Bandaríkjamenn leggja áherslu á eru viðbrögð við loftlagsbreytingum, málefni hafsins og bætt efnahags- og lífsskilyrði á norðurslóðum.“ Þá sótti utanríkisráðherra fund með Efnahagsráði Norðurslóða þar sem ráðið kynnti starfsemi sína og markmið. „Efnahagsráð Norðurslóða verður mikilvægur vettvangur í að treysta og byggja frekar upp viðskiptasamstarf milli ríkja á svæðinu. Þá er mikilvægt að Efnahagsráðið stuðlaði að sjálfbærri og ábyrgri þróun, efnahagsvexti og samfélagsþróun á norðurslóðum í samráði við íbúa svæðisins,” sagði Gunnar Bragi á fundinum. Ráðið, sem var stofnað í september 2014, er sjálfstæður vettvangur með fulltrúum viðskiptalífs norðurskautsríkjanna átta og taka fulltrúar frá Alaska við formennsku í ráðinu næstu tvö ár. Ísland á tvo fulltrúa í Efnahagsráðinu sem skipaðir eru af Norðurslóða-viðskiptaráði Íslands, sem komið var á fót á síðasta ári. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fór í Iqaluit í Norður-Kanada. Fundinn sóttu ráðherrar norðurskautsríkjanna átta, fulltrúar frumbyggjasamtaka, áheyrnarríki og formenn vinnuhópa Norðurskautsráðsins. Ráðherrar norðurskautsríkjanna undirrituðu yfirlýsingu þar sem þeir sammæltust um að vinna saman að samkomulagi um loftslagsmál í París í desember 2015. „Þá samþykktu ríkin að efla samvinnu um forvarnir gegn olíumengun á hafsvæðum norðurslóða og staðfestu jafnframt markmið um að vinna að því að draga úr mengunarvöldum eins og sóti og metani. Á sama tíma munu ríkin eiga samstarf um hreina og endurnýjanlega orkugjafa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í ávarpi sínu lagði Gunnar Bragi áherslu á frið, stöðugleika og samvinnu á norðurslóðum og að norðurskautsríkin deildu ábyrgð á sjálfbærni og vernd svæðisins. „Eitt af meginhlutverkum ráðsins væri að tryggja umhverfis- og borgaralegt öryggi á norðurslóðum og mikilvægt væri að efla enn frekar hagnýtt samstarf, meðal annars byggt á samningum ríkjanna um leit og björgun og viðbrögð við olíumengun. Lagði Gunnar Bragi áherslu á velsæld íbúa og samfélaga á norðurslóðum og mikilvægi mannauðs. Vísaði ráðherra í nýútkomnar skýrslur undir forystu Íslands um mannvistarþróun og jafnréttismál á norðurslóðum. Sagði hann jafna þátttöku karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins lykil að sjálfbærri þróun á svæðinu og hvatti hann samráðherra sína til að tryggja aukinn þátt jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins. Fráfarandi formaður Norðurskautsráðsins og umhverfisráðherra Kanada, Leona Aglukkaq stýrði fundinum og John Kerry, utanríkisráðherra og nýr formaður Norðurskautsráðsins, kynnti formennskuáætlun Bandaríkjanna 2015-2017. Á meðal þess sem Bandaríkjamenn leggja áherslu á eru viðbrögð við loftlagsbreytingum, málefni hafsins og bætt efnahags- og lífsskilyrði á norðurslóðum.“ Þá sótti utanríkisráðherra fund með Efnahagsráði Norðurslóða þar sem ráðið kynnti starfsemi sína og markmið. „Efnahagsráð Norðurslóða verður mikilvægur vettvangur í að treysta og byggja frekar upp viðskiptasamstarf milli ríkja á svæðinu. Þá er mikilvægt að Efnahagsráðið stuðlaði að sjálfbærri og ábyrgri þróun, efnahagsvexti og samfélagsþróun á norðurslóðum í samráði við íbúa svæðisins,” sagði Gunnar Bragi á fundinum. Ráðið, sem var stofnað í september 2014, er sjálfstæður vettvangur með fulltrúum viðskiptalífs norðurskautsríkjanna átta og taka fulltrúar frá Alaska við formennsku í ráðinu næstu tvö ár. Ísland á tvo fulltrúa í Efnahagsráðinu sem skipaðir eru af Norðurslóða-viðskiptaráði Íslands, sem komið var á fót á síðasta ári.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira