Geðraskanir og sjálfsvíg Eymundur L. Eymundsson skrifar 24. febrúar 2015 13:42 Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, reiði, félagsleg einangrun og að vera uppstökkur eru oft fylgifiskar geðraskana. Einnig eru geðraskanir oft undirrót þess að fólk fer að misnota vímuefni. Þessar staðreyndir verðum við að viðurkenna í samfélaginu og taka á þeim en ekki fela. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og það þróaðist yfir í félagskvíða um fermingaraldurinn. Þá var ég farinn að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir sem veitti mér félagsskap og ég var samþykktur af vinahópnum. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leyti var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Það að opna mig um þessi mál var langt í frá að vera auðvelt og á tímabili, þegar ég kom norður, hugsaði ég með mér að ég ætti skilið frí frá þessum málum. Fannst alveg nóg að hafa barist við þetta síðan ég var krakki og fannst kominn tími að eiga mér líf án þess að opna mig í litlu samfélagi. Ég vissi ekki hvort ég myndi særa fólk með því að tala um mig og hvort að það yrði til þess að ég myndi mæta fordómum. Af þeim hef ég fengið nóg, bæði hjá sjálfum mér og öðrum. Sem betur fer hef ég yfir höfuð mætt skilningi í samfélaginu og fólk staðið vel við bakið á mér. Fyrir það er ég þakklátur. Ef ég fæ einhverntíman mann til að skrifa mína ævisögu mun ég geta skýrt frá því hvað félagsfælni virkilega er og hvað hún getur rænt miklu. En ég mun þá líka skýra frá því að hægt er að eignast betra líf og það er alltaf von. Til þess þarf maður að vita hvað er að!Hvernig getum við hjálpað og nýtt okkur hjálpina? Alltaf erfitt að missa og maður er vanmáttugur þegar hlutir gerast sem maður hefur enga stjórn á. Það er ekki að ósekju að maður geriir sitt besta ef það getur hjálpað öðrum. Myrkrið var mikið en sem betur fer náði ég að þrauka. Það eru margir þarna úti sem þurfa að komast úr felum í staðinn fyrir að berjast við sjálfan sig. Aðstandendur og umhverfið er mikilvægt vopn. Til að geta stutt við einstaklinginn þarf aðstandinn líka að nýta sér hjálpina og viðurkenna vandann í stað þess að berjast á móti og afneita vandanum. það er engum til góðs. Að hugsa um sjálfsvíg á hverjum degi frá 12 til 13 ára aldri er ekki í lagi. Því miður eru margir í sömu sporum sem ég var í. Það hjálpar engum að berjast á móti raunveruleikanum en það gæti hjálpað mörgum að viðurkenna raunveruleikan og fá hjálp. Það að koma úr felum getur bjargað mörgum og sérstaklega þér og þinni fjölskyldu að eignast betra líf. Af þeim sem glíma við geðraskanir á Íslandi eru 3 til 4 sem taka sitt eigið líf í hverjum mánuði. Ég hefði getað orðið einn af þeim. Ætlum við að halda áfram að fela vandann eða viljum við, sem samfélag, gera eitthvað til að vinna á honum? Lífið er til þess að lifa því og stundum þurfum við aðstoð og með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt.Samvinna forvarnarfulltrúa og Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar Samvinna með forvarnarfulltrúum Akureyrarbæjar og Grófarinnar er orðið að veruleika. Þar munu notendur deila sinni reynslu af sínum geðröskunum til að auka þekkingu og minnka fordóma. Með því að virkja og viðurkenna þessar forvarnir og veita fræðslu hefur tekist að hjálpa mörgum til að leita sér aðstoðar. Umferðaforvarnir hafa skilað miklum árangri og bjargað mannslífum og afleiðingum þerra ! Hvað er þá til fyrirstöðu að sama sé gert með sjálfsvígsforvarnir ? ! Hvað viljum við sem samfélag ? Nánari upplýsingar um dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðu,hringja eða senda okkur póst.Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95., 4. hæð, Akureyri fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-16.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, reiði, félagsleg einangrun og að vera uppstökkur eru oft fylgifiskar geðraskana. Einnig eru geðraskanir oft undirrót þess að fólk fer að misnota vímuefni. Þessar staðreyndir verðum við að viðurkenna í samfélaginu og taka á þeim en ekki fela. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og það þróaðist yfir í félagskvíða um fermingaraldurinn. Þá var ég farinn að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir sem veitti mér félagsskap og ég var samþykktur af vinahópnum. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leyti var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Það að opna mig um þessi mál var langt í frá að vera auðvelt og á tímabili, þegar ég kom norður, hugsaði ég með mér að ég ætti skilið frí frá þessum málum. Fannst alveg nóg að hafa barist við þetta síðan ég var krakki og fannst kominn tími að eiga mér líf án þess að opna mig í litlu samfélagi. Ég vissi ekki hvort ég myndi særa fólk með því að tala um mig og hvort að það yrði til þess að ég myndi mæta fordómum. Af þeim hef ég fengið nóg, bæði hjá sjálfum mér og öðrum. Sem betur fer hef ég yfir höfuð mætt skilningi í samfélaginu og fólk staðið vel við bakið á mér. Fyrir það er ég þakklátur. Ef ég fæ einhverntíman mann til að skrifa mína ævisögu mun ég geta skýrt frá því hvað félagsfælni virkilega er og hvað hún getur rænt miklu. En ég mun þá líka skýra frá því að hægt er að eignast betra líf og það er alltaf von. Til þess þarf maður að vita hvað er að!Hvernig getum við hjálpað og nýtt okkur hjálpina? Alltaf erfitt að missa og maður er vanmáttugur þegar hlutir gerast sem maður hefur enga stjórn á. Það er ekki að ósekju að maður geriir sitt besta ef það getur hjálpað öðrum. Myrkrið var mikið en sem betur fer náði ég að þrauka. Það eru margir þarna úti sem þurfa að komast úr felum í staðinn fyrir að berjast við sjálfan sig. Aðstandendur og umhverfið er mikilvægt vopn. Til að geta stutt við einstaklinginn þarf aðstandinn líka að nýta sér hjálpina og viðurkenna vandann í stað þess að berjast á móti og afneita vandanum. það er engum til góðs. Að hugsa um sjálfsvíg á hverjum degi frá 12 til 13 ára aldri er ekki í lagi. Því miður eru margir í sömu sporum sem ég var í. Það hjálpar engum að berjast á móti raunveruleikanum en það gæti hjálpað mörgum að viðurkenna raunveruleikan og fá hjálp. Það að koma úr felum getur bjargað mörgum og sérstaklega þér og þinni fjölskyldu að eignast betra líf. Af þeim sem glíma við geðraskanir á Íslandi eru 3 til 4 sem taka sitt eigið líf í hverjum mánuði. Ég hefði getað orðið einn af þeim. Ætlum við að halda áfram að fela vandann eða viljum við, sem samfélag, gera eitthvað til að vinna á honum? Lífið er til þess að lifa því og stundum þurfum við aðstoð og með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt.Samvinna forvarnarfulltrúa og Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar Samvinna með forvarnarfulltrúum Akureyrarbæjar og Grófarinnar er orðið að veruleika. Þar munu notendur deila sinni reynslu af sínum geðröskunum til að auka þekkingu og minnka fordóma. Með því að virkja og viðurkenna þessar forvarnir og veita fræðslu hefur tekist að hjálpa mörgum til að leita sér aðstoðar. Umferðaforvarnir hafa skilað miklum árangri og bjargað mannslífum og afleiðingum þerra ! Hvað er þá til fyrirstöðu að sama sé gert með sjálfsvígsforvarnir ? ! Hvað viljum við sem samfélag ? Nánari upplýsingar um dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðu,hringja eða senda okkur póst.Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95., 4. hæð, Akureyri fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-16.00.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun