Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar 14. janúar 2026 13:47 Reykjavík er frábær borg. En margt má gera betur. Ég vil byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík. Praktískar íbúðir í góðu umhverfi. Til að ungt fólk geti eignast heimili og fjölskyldu í borginni þar sem það er alið upp. Það er jafnaðarmennska fyrir venjulegt fólk. Reykjavík má ekki vera borg þar sem einunings börn þeirra efnameiri geta búið sér heimili. Til að standa undir þessari hugsjón verður Samfylkingin í Reykjavík að þora að leiða breytingar. Við skulum hrista upp í kerfinu, gera það einfaldara og skipuleggja hraðar. Með áherslu á hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk. Þetta er skylda okkar sem jafnaðarfólks. Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir Eftir að hafa stofnað og rekið fyrirtæki í Reykjavík – eins og Kex Hostel og Kaffi Vest – þá ákvað ég að reyna að byggja íbúðir. Hagkvæmar en praktískar íbúðir í góðu umhverfi. Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þess vegna tók ég þátt í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar árið 2018 þar sem kallað var eftir hugmyndum frá fagaðilum og áhugafólki um hagkvæmt húsnæði. Ég tók þátt af sömu ástæðu og knúði mig áfram í rekstrinum. Því ég elska Reykjavík og vil taka þátt í að gera góða borg enn betri. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðum við í keppninni, hópur sem stóð að verkefninu, og fengum flest stig af 16 hópum sem tóku þátt. Fyrir vikið gátum við þróað verkefnið áfram á lóð sem var langt komin í skipulagi í Skerjafirði. Við keyptum lóðina af Reykjavíkurborg og fórum á fullt í vinnu. Við réðum arkitekta og verkfræðinga og einsettum okkur að byggja 72 íbúðir sem væru eins hagkvæmar og mögulegt væri. Kerfið og pólitíkin klikkaði Þetta var nýsköpun til að stuðla að fjölbreyttara íbúðaframboði. Og við vildum hefjast handa strax. En svo lentum við í kerfinu. Tafirnar byrjuðu. Kærumálin fóru af stað. Pólitíkin fór að snúast í hringi. Við héldum lengi í vonina og ég hafði þetta verkefni að aðalstarfi í hátt í 5 ár. En á árinu 2023 – þegar fjögur ár voru liðin síðan framkvæmdir höfðu átt að hefjast – þá komu nýir hluthafar inn sem munu halda áfram með verkefnið þegar og ef lóðin verður byggingarhæf og ég steig út. Af einskærum áhuga og launalaust hef ég þó talað fyrir því hvar sem ég hef getað að þetta frábæra verkefni verði að veruleika, en ég á ekki nokkurra hagsmuna að gæta. Á endanum var það kerfið og pólitíkin sem klikkaði og kom í veg fyrir að 72 ódýrar íbúðir risu á besta stað í borginni. Þrátt fyrir alla vinnuna og þrátt fyrir að við höfum sigrað í hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg efndi sjálf til um nýsköpun í íbúðauppbyggingu. Þetta er hluti af vandanum. Því miður bara eitt dæmi af of mörgum þar sem kerfið hefur klikkað í Reykjavík. Léttum á kerfinu og byggjum líflega borg Ég get ekki annað en játað að ég er hundsvekktur að þessar íbúðir hafi ekki risið og að unga fólkið og fjölskyldurnar hafi aldrei flutt þarna inn og búið sér heimili. En ég er reynslunni ríkari eftir að hafa reynt að byggja upp íbúðir í Reykjavík. Eftir að hafa setið þeim við borðið þá veit ég um sitthvað sem má betur fara hjá borginni og í kerfinu. Og það sama má segja um reynslu mína af öðrum rekstri í Reykjavík. Við getum gert betur og við verðum að gera betur. Með því að taka til í rekstrinum, einfalda regluverk og létta á kerfinu. Allt í þágu almannahagsmuna – eins og Samfylkingin hefur einmitt gert svo vel nú upp á síðkastið á sviði landsmála. Þess vegna gef ég kost á mér til að leiða Samfylkinguna og Reykjavík til sigurs – og ég bið um þinn stuðning til verksins. Með því að skrá þig í Samfylkinguna getur þú tekið þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 24. janúar. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Marteinsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er frábær borg. En margt má gera betur. Ég vil byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík. Praktískar íbúðir í góðu umhverfi. Til að ungt fólk geti eignast heimili og fjölskyldu í borginni þar sem það er alið upp. Það er jafnaðarmennska fyrir venjulegt fólk. Reykjavík má ekki vera borg þar sem einunings börn þeirra efnameiri geta búið sér heimili. Til að standa undir þessari hugsjón verður Samfylkingin í Reykjavík að þora að leiða breytingar. Við skulum hrista upp í kerfinu, gera það einfaldara og skipuleggja hraðar. Með áherslu á hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk. Þetta er skylda okkar sem jafnaðarfólks. Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir Eftir að hafa stofnað og rekið fyrirtæki í Reykjavík – eins og Kex Hostel og Kaffi Vest – þá ákvað ég að reyna að byggja íbúðir. Hagkvæmar en praktískar íbúðir í góðu umhverfi. Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Þess vegna tók ég þátt í hugmyndasamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar árið 2018 þar sem kallað var eftir hugmyndum frá fagaðilum og áhugafólki um hagkvæmt húsnæði. Ég tók þátt af sömu ástæðu og knúði mig áfram í rekstrinum. Því ég elska Reykjavík og vil taka þátt í að gera góða borg enn betri. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðum við í keppninni, hópur sem stóð að verkefninu, og fengum flest stig af 16 hópum sem tóku þátt. Fyrir vikið gátum við þróað verkefnið áfram á lóð sem var langt komin í skipulagi í Skerjafirði. Við keyptum lóðina af Reykjavíkurborg og fórum á fullt í vinnu. Við réðum arkitekta og verkfræðinga og einsettum okkur að byggja 72 íbúðir sem væru eins hagkvæmar og mögulegt væri. Kerfið og pólitíkin klikkaði Þetta var nýsköpun til að stuðla að fjölbreyttara íbúðaframboði. Og við vildum hefjast handa strax. En svo lentum við í kerfinu. Tafirnar byrjuðu. Kærumálin fóru af stað. Pólitíkin fór að snúast í hringi. Við héldum lengi í vonina og ég hafði þetta verkefni að aðalstarfi í hátt í 5 ár. En á árinu 2023 – þegar fjögur ár voru liðin síðan framkvæmdir höfðu átt að hefjast – þá komu nýir hluthafar inn sem munu halda áfram með verkefnið þegar og ef lóðin verður byggingarhæf og ég steig út. Af einskærum áhuga og launalaust hef ég þó talað fyrir því hvar sem ég hef getað að þetta frábæra verkefni verði að veruleika, en ég á ekki nokkurra hagsmuna að gæta. Á endanum var það kerfið og pólitíkin sem klikkaði og kom í veg fyrir að 72 ódýrar íbúðir risu á besta stað í borginni. Þrátt fyrir alla vinnuna og þrátt fyrir að við höfum sigrað í hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg efndi sjálf til um nýsköpun í íbúðauppbyggingu. Þetta er hluti af vandanum. Því miður bara eitt dæmi af of mörgum þar sem kerfið hefur klikkað í Reykjavík. Léttum á kerfinu og byggjum líflega borg Ég get ekki annað en játað að ég er hundsvekktur að þessar íbúðir hafi ekki risið og að unga fólkið og fjölskyldurnar hafi aldrei flutt þarna inn og búið sér heimili. En ég er reynslunni ríkari eftir að hafa reynt að byggja upp íbúðir í Reykjavík. Eftir að hafa setið þeim við borðið þá veit ég um sitthvað sem má betur fara hjá borginni og í kerfinu. Og það sama má segja um reynslu mína af öðrum rekstri í Reykjavík. Við getum gert betur og við verðum að gera betur. Með því að taka til í rekstrinum, einfalda regluverk og létta á kerfinu. Allt í þágu almannahagsmuna – eins og Samfylkingin hefur einmitt gert svo vel nú upp á síðkastið á sviði landsmála. Þess vegna gef ég kost á mér til að leiða Samfylkinguna og Reykjavík til sigurs – og ég bið um þinn stuðning til verksins. Með því að skrá þig í Samfylkinguna getur þú tekið þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 24. janúar. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun