Tónelskandi eigendur Playstation 3 og 4 leikjatölva geta glaðst því nú er hægt að nálgast Spotify, eina vinsælustu streymisveitu fyrir tónlist í heiminum, í leikjatölvunum. The Verge greinir frá.
Samhliða því mun Sony hætta með streymisþjónstuna Music Unlimited en rekstur hennar gekk ekki í samræmi við væntingar.
Ekki er þess að vænta að hægt verði að nota Spotify í Xbox leikjatölvum. Spotify hefur skuldbundið sig til að gera ekki sambærilega samninga og gerður var við Sony við aðra leikjatölvuframleiðendur.
Spotify komið í Playstation tölvur

Tengdar fréttir

Tölvuleikjanördinn Frank Underwood hættur að spila skotleiki
Frank Underwood, forseti Bandaríkjanna í sjónvarpsþáttaseríunni House of Cards, heldur áfram að spila tölvuleiki í þriðju seríu þáttanna.

Taylor Swift söluhæsti tónlistarmaður ársins 2014
Næst á hæla hennar komu One Directon, Ed Sheeran, Coldplay og Michael Jackson

PlayStation tuttugu ára í dag
Ný afmælisútgáfa af PS4 tölva kynnt af tilefninu, sem er svipar til upprunalegu leikjatölvu Sony.