Grágásarlög og aðgerð gegn fátækt fyrir 900 árum Ólafur Ólafsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Fyrstu skráð lög sem til eru fyrir Ísland eru Grágásarlög (Hafliðaskrá, Vígslóði) frá 1118 e. Kr. Í lögunum eru skráðar skyldur hreppstjóra og hreppsþings að framfæra ómaga og veita þurfamönnum sveitarstyrk, þ.e. að sinna fátækum. Hreppstjórar voru þó ekki einráðir í þessum efnum. Eftirlitið var falið hreppsdómi er í sátu 6 innanhreppsmenn, 3 fyrir sækjendur og 3 fyrir verjendur. Það var fylgst með þeim er ráða. Svipað eftirlit borgaranna komst ekki á hér á landi fyrr en með stjórnsýslulögum á 20. öldinni. Ekki hafa fundist skráð lög um að hið opinbera ætti að sinna fátækum í öðrum löndum á þeim tíma, heldur var kirkjunni falið hlutverkið. Um 500 árum síðar eða 1601 voru skráð svipuð lög á Englandi. (Tillögur til sveitarstjórnarlaga, nefnd skipuð með konungsbréfi 1901. Gutenberg 1905). Ljóst er að við Íslendingar vorum í fararbroddi annarra þjóða í Evrópu við slíkar aðgerðir. Orsakir þessara aðgerða má eflaust rekja til góðra samfélagstengsla og ábyrgðar ráðandi manna. Jafnframt að draga úr fátækt. Vissulega hefur margt mistekist í aðstoðinni við fátæka síðar meir en lögin voru skráð og samþykkt. Nú er spurt. Hver er orsök þess að nú er hafin aðför að launalægsta fólkinu, öryrkjum og eldri borgurum og ekki staðið við leiðréttinguna er lofað var fyrir kosningar 2013? Ég nefni einnig hækkun virðisaukaskatts á matvæli sem kemur verst niður á framangreindum hópum.Stéttaskipting Stuðlar hátt matarverð og íbúðarverð að stéttaskiptingu? Fregnir berast um að öryrkjar flytjist til minni kaupstaða á landsbyggðinni en versli lítið í kaupfélaginu. Kaupi fiskinn af sjómönnum og kjöt af bændum. Fólkið er ráðgott. Í nýlegri grein í Læknablaðinu (próf. L. Steingrímsdóttur o.fl.) kemur í ljós að þeir efnaminni neyta minna hollustufæðis (grænmetis, ávaxta og grófs brauðs) en marktækt meira sykraða fæðu en efnað fólk enda dýr fæða. Tæp 60% öryrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 55% atvinnulausra. Slíkur munur hollustu og næringargilda í fæðuneyslu eftir efnahag hefur ekki komið fram áður í könnunum á Íslandi. Hátt matarverð getur stuðlað að stéttaskiptingu eins og komið hefur fram í mörgum erlendum fræðigreinum. Jafnræði þegnanna til heilbrigðs lífs var veigamikill þáttur í fyrri heilbrigðisáætlunum heilbrigðisyfirvalda. Í heild búa nú fleiri börn við lélegt og dýrt húsnæði en félagar þeirra á Norðurlöndum (Save the children 2014) Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almennings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrstu skráð lög sem til eru fyrir Ísland eru Grágásarlög (Hafliðaskrá, Vígslóði) frá 1118 e. Kr. Í lögunum eru skráðar skyldur hreppstjóra og hreppsþings að framfæra ómaga og veita þurfamönnum sveitarstyrk, þ.e. að sinna fátækum. Hreppstjórar voru þó ekki einráðir í þessum efnum. Eftirlitið var falið hreppsdómi er í sátu 6 innanhreppsmenn, 3 fyrir sækjendur og 3 fyrir verjendur. Það var fylgst með þeim er ráða. Svipað eftirlit borgaranna komst ekki á hér á landi fyrr en með stjórnsýslulögum á 20. öldinni. Ekki hafa fundist skráð lög um að hið opinbera ætti að sinna fátækum í öðrum löndum á þeim tíma, heldur var kirkjunni falið hlutverkið. Um 500 árum síðar eða 1601 voru skráð svipuð lög á Englandi. (Tillögur til sveitarstjórnarlaga, nefnd skipuð með konungsbréfi 1901. Gutenberg 1905). Ljóst er að við Íslendingar vorum í fararbroddi annarra þjóða í Evrópu við slíkar aðgerðir. Orsakir þessara aðgerða má eflaust rekja til góðra samfélagstengsla og ábyrgðar ráðandi manna. Jafnframt að draga úr fátækt. Vissulega hefur margt mistekist í aðstoðinni við fátæka síðar meir en lögin voru skráð og samþykkt. Nú er spurt. Hver er orsök þess að nú er hafin aðför að launalægsta fólkinu, öryrkjum og eldri borgurum og ekki staðið við leiðréttinguna er lofað var fyrir kosningar 2013? Ég nefni einnig hækkun virðisaukaskatts á matvæli sem kemur verst niður á framangreindum hópum.Stéttaskipting Stuðlar hátt matarverð og íbúðarverð að stéttaskiptingu? Fregnir berast um að öryrkjar flytjist til minni kaupstaða á landsbyggðinni en versli lítið í kaupfélaginu. Kaupi fiskinn af sjómönnum og kjöt af bændum. Fólkið er ráðgott. Í nýlegri grein í Læknablaðinu (próf. L. Steingrímsdóttur o.fl.) kemur í ljós að þeir efnaminni neyta minna hollustufæðis (grænmetis, ávaxta og grófs brauðs) en marktækt meira sykraða fæðu en efnað fólk enda dýr fæða. Tæp 60% öryrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 55% atvinnulausra. Slíkur munur hollustu og næringargilda í fæðuneyslu eftir efnahag hefur ekki komið fram áður í könnunum á Íslandi. Hátt matarverð getur stuðlað að stéttaskiptingu eins og komið hefur fram í mörgum erlendum fræðigreinum. Jafnræði þegnanna til heilbrigðs lífs var veigamikill þáttur í fyrri heilbrigðisáætlunum heilbrigðisyfirvalda. Í heild búa nú fleiri börn við lélegt og dýrt húsnæði en félagar þeirra á Norðurlöndum (Save the children 2014) Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almennings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar