Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Ragnheiður Bragadóttir og Brynhildur G. Flóvenz skrifar 30. september 2015 07:00 Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar