Er ekki stemming fyrir því? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. september 2015 12:00 Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun