Ísland og Noregur verma bestu sætin Elsa Lára Arnardóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Þessa dagana reyna forystumenn nokkurra flokka að telja almenningi trú um að hér á landi ríki ójöfnuður og halda því fram að ójöfnuður hafi aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessar fullyrðingar forystumannanna eru rangar. Það rétta er að ójöfnuður hefur ekki aukist, hann hefur minnkað í stjórnartíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Einhver vill halda því fram að þeir tekjuhærri hafi lækkað í launum og því hafi jöfnuður í samfélaginu aukist. En það er ekki raunin. Þeir sem hafa lágar tekjur og millitekjur, hafa hækkað í launum og þeir sem hærri hafa tekjurnar hafa staðið í stað.Dreifing tekna jafnari en áður Ofangreindar upplýsingar eru settar fram á greinargóðan hátt á heimasíðu Hagstofunnar (www.hagstofan.is). Þær koma fram í frétt sem birtist þann 5. júní sl. undir yfirskriftinni „Dreifing tekna jafnari en áður“. Í greininni segir: „Árið 2014 dreifðust tekjur á Íslandi jafnar milli fólks en áður hefur sést í lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún var fyrst framkvæmd árið 2004“. Þar kemur einnig fram að árið 2013 hafi Ísland verið með næst lægsta Gini- og fimmtungastuðulinn í Evrópu á eftir Noregi. Þessar tölur sýna að Noregur er með eilítið meiri jöfnuð en Ísland þegar Evrópulönd eru skoðuð, en við vermum annað sæti í þessum alþjóðlega samanburði. Samanburðurinn er frá árinu 2013 og þær tölur sem vitnað er í eru þær nýjustu er varða þetta efni.Ísland kemur best út Í frétt Hagstofunnar segir jafnframt: „Árið 2014 voru 11,1% á Íslandi undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun en það er lægsta hlutfall sem mælst hefur í lífskjararannsókninni. Eitt af fimm lykilmarkmiðum 2020 áætlunar ESB er að fækka þeim sem falla í þennan hóp en það eru einstaklingar sem eru undir lágtekjumörkum, búa við verulegan skort á efnislegum gæðum eða búa á heimilum þar sem vinnuþátttaka er mjög lítil. Árið 2013 var þetta hlutfall lægst á Íslandi en næst komu Noregur, Tékkland og Holland.“ Af þessu má sjá að í þessum samanburði kemur Ísland best út, en Noregur næst best. Ísland og Noregur skiptast því á um að verma fyrsta og annað sætið í ofangreindum samanburði. Við framsóknarmenn erum stoltir af þessum árangri. Hann hefur ekki einungis náðst vegna góðra ákvarðana sem teknar hafa verið á síðustu tveimur árum, heldur eiga aðrir flokkar, sem leitt hafa samfélag okkar, einnig sinn skerf í honum. Reynum að sýna sanngirni í málflutningi. Við getum sameiginlega verið stolt af því að búa í landi þar sem jöfnuður er með því mesta sem þekkist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana reyna forystumenn nokkurra flokka að telja almenningi trú um að hér á landi ríki ójöfnuður og halda því fram að ójöfnuður hafi aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þessar fullyrðingar forystumannanna eru rangar. Það rétta er að ójöfnuður hefur ekki aukist, hann hefur minnkað í stjórnartíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Einhver vill halda því fram að þeir tekjuhærri hafi lækkað í launum og því hafi jöfnuður í samfélaginu aukist. En það er ekki raunin. Þeir sem hafa lágar tekjur og millitekjur, hafa hækkað í launum og þeir sem hærri hafa tekjurnar hafa staðið í stað.Dreifing tekna jafnari en áður Ofangreindar upplýsingar eru settar fram á greinargóðan hátt á heimasíðu Hagstofunnar (www.hagstofan.is). Þær koma fram í frétt sem birtist þann 5. júní sl. undir yfirskriftinni „Dreifing tekna jafnari en áður“. Í greininni segir: „Árið 2014 dreifðust tekjur á Íslandi jafnar milli fólks en áður hefur sést í lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún var fyrst framkvæmd árið 2004“. Þar kemur einnig fram að árið 2013 hafi Ísland verið með næst lægsta Gini- og fimmtungastuðulinn í Evrópu á eftir Noregi. Þessar tölur sýna að Noregur er með eilítið meiri jöfnuð en Ísland þegar Evrópulönd eru skoðuð, en við vermum annað sæti í þessum alþjóðlega samanburði. Samanburðurinn er frá árinu 2013 og þær tölur sem vitnað er í eru þær nýjustu er varða þetta efni.Ísland kemur best út Í frétt Hagstofunnar segir jafnframt: „Árið 2014 voru 11,1% á Íslandi undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun en það er lægsta hlutfall sem mælst hefur í lífskjararannsókninni. Eitt af fimm lykilmarkmiðum 2020 áætlunar ESB er að fækka þeim sem falla í þennan hóp en það eru einstaklingar sem eru undir lágtekjumörkum, búa við verulegan skort á efnislegum gæðum eða búa á heimilum þar sem vinnuþátttaka er mjög lítil. Árið 2013 var þetta hlutfall lægst á Íslandi en næst komu Noregur, Tékkland og Holland.“ Af þessu má sjá að í þessum samanburði kemur Ísland best út, en Noregur næst best. Ísland og Noregur skiptast því á um að verma fyrsta og annað sætið í ofangreindum samanburði. Við framsóknarmenn erum stoltir af þessum árangri. Hann hefur ekki einungis náðst vegna góðra ákvarðana sem teknar hafa verið á síðustu tveimur árum, heldur eiga aðrir flokkar, sem leitt hafa samfélag okkar, einnig sinn skerf í honum. Reynum að sýna sanngirni í málflutningi. Við getum sameiginlega verið stolt af því að búa í landi þar sem jöfnuður er með því mesta sem þekkist.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun