Fannar: Tek enga áhættu með barn á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2015 14:30 Fannar Þór Friðgeirsson tók ákvörðun sem var rétt fyrir fjölskyldu sína. vísir/getty „Þetta lið sýndi mér áhuga í lok maí en svo gerðist ekkert í langan tíma. Svo núna bara í vikunni datt það aftur inn og þá gerðust hlutirnir mjög hratt. Þetta er bara ágætis lending.“ Þetta segir handknattleiksmaðurinn Fannar Friðgeirsson í samtali við Vísi um aðdragandann að vistaskiptum sínum til Eintracht Hagen sem spilar sem nýliði í þýsku B-deildinni næsta vetur. Fannar hefur spilað með Grosswallstadt undanfarin tvö ár, en félagið varð gjaldþrota á dögunum og þarf að byrja upp á nýtt í C-deildinni.Á von á sínu fyrsta barni Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Fannar hafa lifað á sparnaðinum undanfarna mánuði þar sem enginn fékk borgað hjá Grosswallstadt, en hann gat ekki leikið sér mikið á markaðnum núna vegna fjölskylduaðstæðna. „Staðan er þannig hjá mér núna að ég á von á mínu fyrsta barni með konunni minni í ágúst. Gjaldþrotið kom auðvitað á slæmum tíma þar sem 70-80 prósent af liðunum í efstu og næst efstu deild eru búin að ganga frá sínum leikmannamálum. Það voru lið sem spurðust fyrir um mig en þau höfðu minni peninga milli handanna,“ segir Fannar við Vísi.Fannar Þór í leik gegn Kiel í efstu deild.vísir/getty„Þetta lið komst upp í B-deildina í gegnum umspil og gat því ekkert farið af stað í leikmannamálum fyrr en eftir að það vissi í hvaða deild það yrði. Hagen fór því seint af stað og ég líka þannig við pössuðum ágætlega saman.“ „Maður tekur engar áhættur með barn á leiðinni. Ég get ekkert beðið og vonast eftir að einhver slíti krossband í haust og taki mig þá í staðinn. Fjölskyldan er í fyrsta sæti og það svona ýtti manni af stað í þessu. Væri ég einhleypur og barnlaus hefði ég kannski tekið meiri áhættu en ekki eins og staðan er núna.“Með góða nágranna Eintracht Hagen ætlar sér ekki bara að halda sæti sínu í B-deildinni heldur er stefnan á að gera betri hluti og enn betri á næstu árum. „Tveir liðsfélagar mínir úr Grosswallstadt koma líka. Þeir skrifa bara undir í vikunni. Svo hefur liðið fengið fleiri ágætis leikmenn til sín sem ég hef spilað með og á móti þannig ég trúi ekki öðru en við verðum í fínum málum,“ segir Fannar, en hann viðurkennir að hann sé að renna blint í sjóinn. „Þetta er alveg óskrifað blað fyrir mig. Ég hef aldrei spilað við þetta lið. Ég veit bara að þeir hafa fengið góða leikmenn og kynntu fyrir mér framtíðarplanið sem hljómaði vel. Ég er með svipaðan samning og hjá Grosswallstadt líka þannig ég er bara sáttur.“ Fannar þarf að flytja í nýjan bæ eins og gerist og gengur þegar menn skipta um lið, en Hagen er í um tveggja tíma fjarlægð frá núverandi heimili hans. Hann verður þó með góða nágranna. „Ég verð í næsta bæ við Arnór og Björgvin Páll í Bergischer og svo er Gunnar Steinn þarna líka. Þetta er allt við Köln,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson. Handbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
„Þetta lið sýndi mér áhuga í lok maí en svo gerðist ekkert í langan tíma. Svo núna bara í vikunni datt það aftur inn og þá gerðust hlutirnir mjög hratt. Þetta er bara ágætis lending.“ Þetta segir handknattleiksmaðurinn Fannar Friðgeirsson í samtali við Vísi um aðdragandann að vistaskiptum sínum til Eintracht Hagen sem spilar sem nýliði í þýsku B-deildinni næsta vetur. Fannar hefur spilað með Grosswallstadt undanfarin tvö ár, en félagið varð gjaldþrota á dögunum og þarf að byrja upp á nýtt í C-deildinni.Á von á sínu fyrsta barni Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Fannar hafa lifað á sparnaðinum undanfarna mánuði þar sem enginn fékk borgað hjá Grosswallstadt, en hann gat ekki leikið sér mikið á markaðnum núna vegna fjölskylduaðstæðna. „Staðan er þannig hjá mér núna að ég á von á mínu fyrsta barni með konunni minni í ágúst. Gjaldþrotið kom auðvitað á slæmum tíma þar sem 70-80 prósent af liðunum í efstu og næst efstu deild eru búin að ganga frá sínum leikmannamálum. Það voru lið sem spurðust fyrir um mig en þau höfðu minni peninga milli handanna,“ segir Fannar við Vísi.Fannar Þór í leik gegn Kiel í efstu deild.vísir/getty„Þetta lið komst upp í B-deildina í gegnum umspil og gat því ekkert farið af stað í leikmannamálum fyrr en eftir að það vissi í hvaða deild það yrði. Hagen fór því seint af stað og ég líka þannig við pössuðum ágætlega saman.“ „Maður tekur engar áhættur með barn á leiðinni. Ég get ekkert beðið og vonast eftir að einhver slíti krossband í haust og taki mig þá í staðinn. Fjölskyldan er í fyrsta sæti og það svona ýtti manni af stað í þessu. Væri ég einhleypur og barnlaus hefði ég kannski tekið meiri áhættu en ekki eins og staðan er núna.“Með góða nágranna Eintracht Hagen ætlar sér ekki bara að halda sæti sínu í B-deildinni heldur er stefnan á að gera betri hluti og enn betri á næstu árum. „Tveir liðsfélagar mínir úr Grosswallstadt koma líka. Þeir skrifa bara undir í vikunni. Svo hefur liðið fengið fleiri ágætis leikmenn til sín sem ég hef spilað með og á móti þannig ég trúi ekki öðru en við verðum í fínum málum,“ segir Fannar, en hann viðurkennir að hann sé að renna blint í sjóinn. „Þetta er alveg óskrifað blað fyrir mig. Ég hef aldrei spilað við þetta lið. Ég veit bara að þeir hafa fengið góða leikmenn og kynntu fyrir mér framtíðarplanið sem hljómaði vel. Ég er með svipaðan samning og hjá Grosswallstadt líka þannig ég er bara sáttur.“ Fannar þarf að flytja í nýjan bæ eins og gerist og gengur þegar menn skipta um lið, en Hagen er í um tveggja tíma fjarlægð frá núverandi heimili hans. Hann verður þó með góða nágranna. „Ég verð í næsta bæ við Arnór og Björgvin Páll í Bergischer og svo er Gunnar Steinn þarna líka. Þetta er allt við Köln,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson.
Handbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira